Fótbolti

Mikael Anderson hluti af Midtjylland-liði sem setti met í gær

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikael í leiknum gegn AaB í gær.
Mikael í leiknum gegn AaB í gær. Jan Christensen/Getty Images

Mikael Neville Andersen spilaði allan leikinn er Midtjylland vann AaB 2-0 á útivelli í gær í dönsku úrvalsdeildinni. Þar með hefur Midtjylland unnið níu leiki í röð á útivelli í deildinni og er það nýtt met. Alls hefur liðið unnið þrettán af fjórtán útileikjum á tímabilinu og gert eitt jafntefli.

Raunar virðist liðinu líða betur á útivelli en liðið hefur tapað þremur leikjum og gert eitt jafntefli í þeim fjórtán leikjum sem það hefur leikið á heimavelli sínum eða MCH vellinum eins og hann heitir í dag.

Mikael Anderson hefur verið í kringum íslenska landsliðið undanfarið en alls hefur hann leikið fimm A-landsleiki ásamt þrettán leikjum fyrir U21 árs landsliðið. Hann hefur allan sinn feril leikið í Danmörku og er nú fastamaður í byrjunarliði Midtjylland sem trónir á toppi deildarinnar með 68 stig eða tólf stigum meira en FC Kaupmannahöfn sem situr í öðru sæti.

Mikael hefur leikið 23 leiki af þeim 28 sem Midtjylland hefur leikið í deildinni og skorað í þeim þrjú mörk.

Þá leikur Íslandsvinurinn Alexander Scholz með liðinu en hann gerði garðinn frægan með Stjörnunni hér á landi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×