Innlent

Rannsókn á máli lektorsins lokið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara nú í vetur.
Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara nú í vetur. Vísir/Nadine

Rannsókn á máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lögmanns og fyrrverandi lektors við Háskóla Íslands er lokið. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Karli Steinari Valssyni yfirlögregluþjóni hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Karl Steinar segir í samtali við Ríkisútvarpið að málið sé nú hjá ákærusviði, þar sem tekin verði ákvörðun um hvort ákært verði í málinu.

Kristján Gunnar Valdimarsson var handtekinn á aðfararnótt aðfangadags í fyrra og síðar sleppt en handtekinn aftur á jóladag vegna meintra kynferðisbrota, ofbeldis og frelsissviptingu gegn þremur konum. Kristján Gunnar var um jólin úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald sem rann út 29. desember.

Þá var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en kröfu þess efnis var hafnað í bæði héraðsdómi og Landsrétti. Kristján Gunnar hefur verið laus síðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×