Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 08:30 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fær tækifæri til að eyða pening í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Það er óhætt að segja að úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins í gær hafi verið stærsti sigur Manchester City á tímabilinu og það lítur út fyrir að það í framhaldinu verði nóg af peningum í nýja leikmenn í sumar. Manchester City slapp við tveggja ára vann UEFA frá Evrópukeppnum og verður því með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester City liðið er því orðið mjög spennandi kostur á ný fyrir bestu leikmenn heims og það lítur út fyrir að það séu líka til peningar á Ethiad til að ná í öflugan liðstyrk úr hópi sterkra leikmanna sem verða í boði. Pep Guardiola clear for £150m transfer spend after Manchester City ban lifted @JamieJackson___ https://t.co/JIItDHQHEL pic.twitter.com/PrYgIgxReG— Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2020 Guardian hefur heimildir fyrir því að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola fái 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn í sumar. Úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins tryggir það líka að bestu leikmenn liðsins eins og Kevin De Bruyne vilja nú örugglega halda áfram með liðnu. Sumarfríið verður ekki langt fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar og enn styttra fyrir Manchester City liðið sem á eftir að klára Meistaradeildina en allir leikir hennar sem eru eftir fara fram í ágúst. Manchester City þarf því að hafa hraðar hendur í glugganum en það er ljóst á öllu að eigendur félagsins ætla að ýta á bensíngjöfina nú þegar UEFA-bannið heyrir sögunni til. Pep Guardiola fær því tækifæri til að ná í nýja menn til að styrkja veikustu hlekki liðsins en það hefur vantað talsvert upp á hjá Manchester City í toppbaráttunni á þessu tímabili. Liverpool stakk af snemma og vann að lokum enska meistaratitilinn með miklum yfirburðum. Á sama tíma hefur City nánast getað tapað fyrir öllum liðum og mikið vantar upp á stöðugleikann hjá liðinu. Inn á milli leikur City liðið sér hins vegar að andstæðingum sínum og vann meðal annars sannfærandi 4-0 sigur á Liverpool á dögunum. Það er vitað að Guardiola vill fá inn nýjan miðvörð og vinstri bakvörð. Þess vegna hafa margir horft til Svisslendingsins David Alaba hjá Bayern München sem Pep þekkir frá tíma sínum hjá bayern og er auk þess leikmaður sem getur spilað báðar þessar stöður. Enski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins í gær hafi verið stærsti sigur Manchester City á tímabilinu og það lítur út fyrir að það í framhaldinu verði nóg af peningum í nýja leikmenn í sumar. Manchester City slapp við tveggja ára vann UEFA frá Evrópukeppnum og verður því með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester City liðið er því orðið mjög spennandi kostur á ný fyrir bestu leikmenn heims og það lítur út fyrir að það séu líka til peningar á Ethiad til að ná í öflugan liðstyrk úr hópi sterkra leikmanna sem verða í boði. Pep Guardiola clear for £150m transfer spend after Manchester City ban lifted @JamieJackson___ https://t.co/JIItDHQHEL pic.twitter.com/PrYgIgxReG— Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2020 Guardian hefur heimildir fyrir því að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola fái 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn í sumar. Úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins tryggir það líka að bestu leikmenn liðsins eins og Kevin De Bruyne vilja nú örugglega halda áfram með liðnu. Sumarfríið verður ekki langt fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar og enn styttra fyrir Manchester City liðið sem á eftir að klára Meistaradeildina en allir leikir hennar sem eru eftir fara fram í ágúst. Manchester City þarf því að hafa hraðar hendur í glugganum en það er ljóst á öllu að eigendur félagsins ætla að ýta á bensíngjöfina nú þegar UEFA-bannið heyrir sögunni til. Pep Guardiola fær því tækifæri til að ná í nýja menn til að styrkja veikustu hlekki liðsins en það hefur vantað talsvert upp á hjá Manchester City í toppbaráttunni á þessu tímabili. Liverpool stakk af snemma og vann að lokum enska meistaratitilinn með miklum yfirburðum. Á sama tíma hefur City nánast getað tapað fyrir öllum liðum og mikið vantar upp á stöðugleikann hjá liðinu. Inn á milli leikur City liðið sér hins vegar að andstæðingum sínum og vann meðal annars sannfærandi 4-0 sigur á Liverpool á dögunum. Það er vitað að Guardiola vill fá inn nýjan miðvörð og vinstri bakvörð. Þess vegna hafa margir horft til Svisslendingsins David Alaba hjá Bayern München sem Pep þekkir frá tíma sínum hjá bayern og er auk þess leikmaður sem getur spilað báðar þessar stöður.
Enski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira