Leipzig á meiri möguleika að vinna Meistaradeildina en Liverpool banarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 11:00 Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid í leik Liverpool og Atletico Madrid á Anfield í Liverpool í mars. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester City er sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni af þeim sem eru enn á lífi í keppninni sem hefst á ný í næsta mánuði. Bestu lið Evrópu hafa einbeitt sér að því að klára deildarkeppnir sínar í júní og júlí en nú er farið að styttast í því að þau geti farið að einbeita sér að Meistaradeildinni. Lokakafli Meistaradeildarinnar fer fram með allt öðrum hætti en áður því hún verður nú kláruð á tíu dögum í ágúst og fara allir leikirnir fram í borginni Lissabon í Portúgal. Það á reyndar eftir að klára fjóra seinni leiki í sextán liða úrslitunum en svo tekur við eins leiks útsláttarkeppni eins og HM eða EM. Það var dregið út alla keppnina í síðustu viku og það hjálpaði mönnum að gera sér grein fyrir möguleikum hvers liðs fyrir sig. Tölfræðingarnir á fivethirtyeight.com hafa nú reiknað út sigurlíkur allra liðann sem eru eftir í Meistaradeildinni. ?? 12. Chelsea - less than 1% chance?? 9. Juventus - only 2% chance?? 4. Barcelona - 9% chanceThe awkward moment Liverpool lost to a team with only a 7% chance of winning ??https://t.co/N7BERSmb3y— GiveMeSport (@GiveMeSport) July 10, 2020 Manchester City er ekki komið áfram í átta liða úrslitin en það eru samt 29 prósent líkur á því að þeir vinni úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og 41 prósent líkur á því að þeir komist þangað. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik þeirra í sextán liða úrslitunum en liðin mætast aftur á Ethiad leikvanginum í Manchester 7. ágúst næstkomandi. Næstmestar líkur eru á því að Bayern München vinni eða 23 prósent og franska liðið Paris Saint Germain er síðan í þriðja sætið með 15 prósent líkur. PSG sleppur við Manchester City, Real Madrid, Juventus, Barcelona og Bayern München á mögulegri leið sinni í úrslitaleikinn. RB Leipzig mætir Liverpool bönunum í Atlético Madrid í átta liða úrslitunum og það eru meiri líkur á því að þýska liðið verði Evrópumeistari (8%) en að liðið sem sló út Evrópu-, heims- og Englandsmeistara Liverpool. Það munar reyndar bara einu prósenti. Minnstar líkur á sigri í Meistaradeildinni eru þrjú lið sem eiga líka eftir að spila seinni leikinn sinn í sextán liða úrslitunum en það eru Lyon, Napoli og Chelsea. Chelsea tapaði 3-0 á heimavelli á móti Bayern München í fyrri leiknum og á nánast enga möguleika á því að komast áfram. Napoli náði hins vegar jafntefli á móti Barcelona og Lyon vann Juventus. Það breytir því þó ekki að bæði þessi lið eru með undir 1 prósent líkur á að þau fari alla leið í keppninni. Sigurlíkur liðanna sem eru eftir í Meistaradeildinni: Manchester City 29% Bayern München 23% Paris Saint Germain 15% Barcelona 9% RB Leipzig 8% Atlético Madrid 7% Atalanta 5% Real Madrid 2% Juventus 2% Lyon <1% Napoli <1% Chelsea <1% Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Sjá meira
Manchester City er sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni af þeim sem eru enn á lífi í keppninni sem hefst á ný í næsta mánuði. Bestu lið Evrópu hafa einbeitt sér að því að klára deildarkeppnir sínar í júní og júlí en nú er farið að styttast í því að þau geti farið að einbeita sér að Meistaradeildinni. Lokakafli Meistaradeildarinnar fer fram með allt öðrum hætti en áður því hún verður nú kláruð á tíu dögum í ágúst og fara allir leikirnir fram í borginni Lissabon í Portúgal. Það á reyndar eftir að klára fjóra seinni leiki í sextán liða úrslitunum en svo tekur við eins leiks útsláttarkeppni eins og HM eða EM. Það var dregið út alla keppnina í síðustu viku og það hjálpaði mönnum að gera sér grein fyrir möguleikum hvers liðs fyrir sig. Tölfræðingarnir á fivethirtyeight.com hafa nú reiknað út sigurlíkur allra liðann sem eru eftir í Meistaradeildinni. ?? 12. Chelsea - less than 1% chance?? 9. Juventus - only 2% chance?? 4. Barcelona - 9% chanceThe awkward moment Liverpool lost to a team with only a 7% chance of winning ??https://t.co/N7BERSmb3y— GiveMeSport (@GiveMeSport) July 10, 2020 Manchester City er ekki komið áfram í átta liða úrslitin en það eru samt 29 prósent líkur á því að þeir vinni úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og 41 prósent líkur á því að þeir komist þangað. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik þeirra í sextán liða úrslitunum en liðin mætast aftur á Ethiad leikvanginum í Manchester 7. ágúst næstkomandi. Næstmestar líkur eru á því að Bayern München vinni eða 23 prósent og franska liðið Paris Saint Germain er síðan í þriðja sætið með 15 prósent líkur. PSG sleppur við Manchester City, Real Madrid, Juventus, Barcelona og Bayern München á mögulegri leið sinni í úrslitaleikinn. RB Leipzig mætir Liverpool bönunum í Atlético Madrid í átta liða úrslitunum og það eru meiri líkur á því að þýska liðið verði Evrópumeistari (8%) en að liðið sem sló út Evrópu-, heims- og Englandsmeistara Liverpool. Það munar reyndar bara einu prósenti. Minnstar líkur á sigri í Meistaradeildinni eru þrjú lið sem eiga líka eftir að spila seinni leikinn sinn í sextán liða úrslitunum en það eru Lyon, Napoli og Chelsea. Chelsea tapaði 3-0 á heimavelli á móti Bayern München í fyrri leiknum og á nánast enga möguleika á því að komast áfram. Napoli náði hins vegar jafntefli á móti Barcelona og Lyon vann Juventus. Það breytir því þó ekki að bæði þessi lið eru með undir 1 prósent líkur á að þau fari alla leið í keppninni. Sigurlíkur liðanna sem eru eftir í Meistaradeildinni: Manchester City 29% Bayern München 23% Paris Saint Germain 15% Barcelona 9% RB Leipzig 8% Atlético Madrid 7% Atalanta 5% Real Madrid 2% Juventus 2% Lyon <1% Napoli <1% Chelsea <1%
Sigurlíkur liðanna sem eru eftir í Meistaradeildinni: Manchester City 29% Bayern München 23% Paris Saint Germain 15% Barcelona 9% RB Leipzig 8% Atlético Madrid 7% Atalanta 5% Real Madrid 2% Juventus 2% Lyon <1% Napoli <1% Chelsea <1%
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti