Innlent

Úr­skurðaður í fjögurra vikna á­fram­haldandi gæslu­varð­hald

Atli Ísleifsson skrifar
8F6BBE3AB49E7AF889F0974F0836472933DD78850A13AB3C218A4D676D899E8E_713x0
Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 8. september, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á bruna á Bræðraborgarstíg í Reykjavík þann 25. júní síðastliðinn.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að gæsluvarðhaldið sé á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. sml.

Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg. Maðurinn var handtekinn skömmu eftir að eldurinn kom upp og hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Bruninn er rannsakaður sem manndráp af ásetningi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×