Pep og vandræði hans í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2020 07:00 Pep þungt hugsi. Vísir/Getty Pep Guardiola er án vafa einn besti knattspyrnustjóri síðari ára. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að honum virðist fyrirmunað að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er með öðru liði en Barcelona. Í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð tókst Manchester City, sem stefndu þá hraðbyr að Englandsmeistaratitlinum, á einhvern ótrúlegan hátt að detta út fyrir Tottenham Hotspur. Þeir Sam Lee og Raphael Honigstein hjá The Athletic fóru yfir feril Pep Guardiola í Meistaradeild Evrópu og ræddu við fyrrum leikmenn sem og samstarfsmenn hans. Í grunninn gerir Pep þau mistök að hugsa of mikið. Hann gerir leikina töluvert flóknari en þeir eiga að þurfa að vera. Tapið á útivelli gegn Tottenham var 10. tap Pep á útivelli í 8-liða eða undanúrslitum keppninnar. Á Santiego Bernabéu ákvað hann að spila blússandi sóknarbolta gegn Real Madrid, gegn Barcelona ákvað hann að spila maður á mann vörn [bæði með Bayern Munich], gegn Liverpool ákvað hann að fjölga á miðjunni og gegn Tottenham ákvað hann að vera óhemju varkár [bæði með Manchester City]. Thomas Müller, leikmaður Bayern, telur að óheppni spili sinn þátt í gengi liðsins í Meistaradeildinni þegar Pep var stjóri þess frá árunum 2013-2016. Müller telur að Pep hafi stundum verið milli steins og sleggju þegar kom að því að halda í sitt taktíska upplegg eða þá að aðlaga leikstílinn að mótherjanum. „Leikstíll hans var frábær gegn minni liðum þar sem hann krefst þess að liðið hafi algjöra yfirburði þegar kemur að því að halda boltanum, og það gerir Guardiola að einum besta þjálfara í heimi,“ segir Müller. Pep Guardiola responds to Thomas Muller's view on his approach to big games. "It is true, I give much, but they cannot say I never prepare for the game. The more I know about the opponent, the better."@SamLee & @honigstein on Guardiola’s Champions League ‘curse’.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 25, 2020 Þá hefur einn samstarfsmaður Katalónans hjá Bayern sagt að skilningur hans á knattspyrnu sé ólíkur öllu því sem hann hafi áður vitað og það sé í raun ómögulegt fyrir aðra að skilja leikinn á sama hátt. Hvort það sé málið er erfitt að segja en Pep og lærisveinar hans í City fá verðugt verkefni í kvöld er þeir mæta Real Madrid á Santiago Bernabéu. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20:00 en upphitun hefst klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Pep Guardiola er án vafa einn besti knattspyrnustjóri síðari ára. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að honum virðist fyrirmunað að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er með öðru liði en Barcelona. Í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð tókst Manchester City, sem stefndu þá hraðbyr að Englandsmeistaratitlinum, á einhvern ótrúlegan hátt að detta út fyrir Tottenham Hotspur. Þeir Sam Lee og Raphael Honigstein hjá The Athletic fóru yfir feril Pep Guardiola í Meistaradeild Evrópu og ræddu við fyrrum leikmenn sem og samstarfsmenn hans. Í grunninn gerir Pep þau mistök að hugsa of mikið. Hann gerir leikina töluvert flóknari en þeir eiga að þurfa að vera. Tapið á útivelli gegn Tottenham var 10. tap Pep á útivelli í 8-liða eða undanúrslitum keppninnar. Á Santiego Bernabéu ákvað hann að spila blússandi sóknarbolta gegn Real Madrid, gegn Barcelona ákvað hann að spila maður á mann vörn [bæði með Bayern Munich], gegn Liverpool ákvað hann að fjölga á miðjunni og gegn Tottenham ákvað hann að vera óhemju varkár [bæði með Manchester City]. Thomas Müller, leikmaður Bayern, telur að óheppni spili sinn þátt í gengi liðsins í Meistaradeildinni þegar Pep var stjóri þess frá árunum 2013-2016. Müller telur að Pep hafi stundum verið milli steins og sleggju þegar kom að því að halda í sitt taktíska upplegg eða þá að aðlaga leikstílinn að mótherjanum. „Leikstíll hans var frábær gegn minni liðum þar sem hann krefst þess að liðið hafi algjöra yfirburði þegar kemur að því að halda boltanum, og það gerir Guardiola að einum besta þjálfara í heimi,“ segir Müller. Pep Guardiola responds to Thomas Muller's view on his approach to big games. "It is true, I give much, but they cannot say I never prepare for the game. The more I know about the opponent, the better."@SamLee & @honigstein on Guardiola’s Champions League ‘curse’.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 25, 2020 Þá hefur einn samstarfsmaður Katalónans hjá Bayern sagt að skilningur hans á knattspyrnu sé ólíkur öllu því sem hann hafi áður vitað og það sé í raun ómögulegt fyrir aðra að skilja leikinn á sama hátt. Hvort það sé málið er erfitt að segja en Pep og lærisveinar hans í City fá verðugt verkefni í kvöld er þeir mæta Real Madrid á Santiago Bernabéu. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20:00 en upphitun hefst klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti