Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2020 21:30 Frá Suður-Kóreu þar sem fjölmargir hafa smitast af veirunni. AP/Lee Jin-man Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. Bara í gær og í dag hafa komið upp ný smit í Króatíu, Austurríki, Sviss og Alsír. Enn eru þó lang flestir smitaðir í Kína. Í heildina hefur verið staðfest að rúmlega 80 þúsund eru smitaðir í rúmlega 30 löndum. Útbreiðsla veirunnar hefur valdið óróleika á fjármálamörkuðum og er fólk um allan heim að hætta við fyrirhuguð ferðalög. Sjá einnig: Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Yfirvöld Íran segja minnst sextán vera dána þar í landi og er það mesti fjöldi látinna svo vitað utan landamæra Kína. Samkvæmt Írönum er þó einungis búið að staðfesta að 95 hafi smitast af veirunni. Sjá einnig: Grunur um fleiri smit íranskra valdamanna Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ríkisstjórn Donald Trump hefði áhyggjur af því að klerkastjórn Íran væri að segja ósatt um raunverulega útbreiðslu covid-19 þar í landi. Kallaði hann eftir því að ríkisstjórnir um heiminn allan segðu satt um útbreiðslu veirunnar. Pompeo gagnrýndi einnig yfirvöld Kína og sagði að ritstjórn yfirvalda þar gæti haft lífshættulegar afleiðingar. „Ef Kína leyfði þarlendum og erlendum blaðamönnum og heilbrigðisstarfsfólki að tjá sig og framkvæma eigin rannsóknir, hefðu kínverskir embættismenn og aðrar þjóðir verið mun betur undirbúnar til að takast á við kórónuveiruna,“ sagði Pompeo. Hér má sjá myndband frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um það hvernig verjast má veirunni á ferðalögum. Fyrstu smitin greindust í Austurríki í dag en um er að ræða par frá Ítalíu sem keyrði til Innsbruck á föstudaginn. Vegna þessa hefur hóteli sem ítalska konan starfaði á verið einangrað um tíma, samkvæmt Wiener Zeitung. Konan starfar í móttöku hótelsins. Þá eru sjö Íslendingar í sóttkví á hóteli á Tenerife. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður við hótelið á Tenerife Fjöldi smitaðra hefur aukist hratt á Ítalíu á undanförnum dögum. Vitað er til þess að 322 hafi smitast af Covid-19 og eru ellefu látnir. Gripið hefur verið umfangsmikilla aðgerða á Ítalíu til að sporna gegn frekari dreifingu veirunnar og hafa ellefu bæir verið settir í sóttkví. Enn er þó ekki búið að uppgötva hvernig veiran barst til Ítalíu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að bróðurpartur af smitunum á Ítalíu tengist Kína ekki að neinu leyti. „Þetta gerist [útbreiðsla kórónaveirunnar] þrátt fyrir að Ítalir hafi beitt skimunum og takmörkunum á sína ferðamenn. Það sýnir sig bara hvað það er erfitt, og nánast vonlaust, að gera það. Þeir hafa gripið til mjög róttækra sóttvarnaaðgerða í þessum héruðum. Þeir eru með samgöngubönn og ýmislegt þess háttar og fólk beðið um að halda sig heima og svo framvegis.“ Tímaspursmál hvenær veiran herjar á Bandaríkin Þegar kemur að Bandaríkjunum er einungis tímaspursmál hvenær veira fer að dreifa sér þar. Þetta sögðu embættismenn í heilbrigðisráðuneyti landsins í dag. Nancy Messonnier, frá embætti sóttvarnarlæknis Bandaríkjanna (CDC), sagði við blaðamenn í dag að eina spurningin væri hve margir myndu veikjast alvarlega. Búið er að staðfesta að um 50 manns í Bandaríkjunum hafi smitast af kórónuveirunni. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, hélt því þó fram í kvöld, þvert á CDC, að búið væri að einangra veiruna í Bandaríkjunum og hún myndi ekki dreifast frekar þar í landi. Rannsókn stendur nú yfir í Nebraska í Bandaríkjunum þar sem verið er að gera tilraunir á mögulegri lækningu á Covid-19. Seinna meir mun rannsóknin ná til 400 sjúklinga víðsvegar um heiminn. Aðrar sambærilegar rannsóknir standa einnig yfir í öðrum ríkjum. Meðal þeirra sem taka þátt í rannsókninni eru fjórtán aðilar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Fjölmargir smituðust af veirunni þar um borð og var skipið í sóttkví um tíma. Austurríki Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. Bara í gær og í dag hafa komið upp ný smit í Króatíu, Austurríki, Sviss og Alsír. Enn eru þó lang flestir smitaðir í Kína. Í heildina hefur verið staðfest að rúmlega 80 þúsund eru smitaðir í rúmlega 30 löndum. Útbreiðsla veirunnar hefur valdið óróleika á fjármálamörkuðum og er fólk um allan heim að hætta við fyrirhuguð ferðalög. Sjá einnig: Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Yfirvöld Íran segja minnst sextán vera dána þar í landi og er það mesti fjöldi látinna svo vitað utan landamæra Kína. Samkvæmt Írönum er þó einungis búið að staðfesta að 95 hafi smitast af veirunni. Sjá einnig: Grunur um fleiri smit íranskra valdamanna Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ríkisstjórn Donald Trump hefði áhyggjur af því að klerkastjórn Íran væri að segja ósatt um raunverulega útbreiðslu covid-19 þar í landi. Kallaði hann eftir því að ríkisstjórnir um heiminn allan segðu satt um útbreiðslu veirunnar. Pompeo gagnrýndi einnig yfirvöld Kína og sagði að ritstjórn yfirvalda þar gæti haft lífshættulegar afleiðingar. „Ef Kína leyfði þarlendum og erlendum blaðamönnum og heilbrigðisstarfsfólki að tjá sig og framkvæma eigin rannsóknir, hefðu kínverskir embættismenn og aðrar þjóðir verið mun betur undirbúnar til að takast á við kórónuveiruna,“ sagði Pompeo. Hér má sjá myndband frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um það hvernig verjast má veirunni á ferðalögum. Fyrstu smitin greindust í Austurríki í dag en um er að ræða par frá Ítalíu sem keyrði til Innsbruck á föstudaginn. Vegna þessa hefur hóteli sem ítalska konan starfaði á verið einangrað um tíma, samkvæmt Wiener Zeitung. Konan starfar í móttöku hótelsins. Þá eru sjö Íslendingar í sóttkví á hóteli á Tenerife. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður við hótelið á Tenerife Fjöldi smitaðra hefur aukist hratt á Ítalíu á undanförnum dögum. Vitað er til þess að 322 hafi smitast af Covid-19 og eru ellefu látnir. Gripið hefur verið umfangsmikilla aðgerða á Ítalíu til að sporna gegn frekari dreifingu veirunnar og hafa ellefu bæir verið settir í sóttkví. Enn er þó ekki búið að uppgötva hvernig veiran barst til Ítalíu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að bróðurpartur af smitunum á Ítalíu tengist Kína ekki að neinu leyti. „Þetta gerist [útbreiðsla kórónaveirunnar] þrátt fyrir að Ítalir hafi beitt skimunum og takmörkunum á sína ferðamenn. Það sýnir sig bara hvað það er erfitt, og nánast vonlaust, að gera það. Þeir hafa gripið til mjög róttækra sóttvarnaaðgerða í þessum héruðum. Þeir eru með samgöngubönn og ýmislegt þess háttar og fólk beðið um að halda sig heima og svo framvegis.“ Tímaspursmál hvenær veiran herjar á Bandaríkin Þegar kemur að Bandaríkjunum er einungis tímaspursmál hvenær veira fer að dreifa sér þar. Þetta sögðu embættismenn í heilbrigðisráðuneyti landsins í dag. Nancy Messonnier, frá embætti sóttvarnarlæknis Bandaríkjanna (CDC), sagði við blaðamenn í dag að eina spurningin væri hve margir myndu veikjast alvarlega. Búið er að staðfesta að um 50 manns í Bandaríkjunum hafi smitast af kórónuveirunni. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, hélt því þó fram í kvöld, þvert á CDC, að búið væri að einangra veiruna í Bandaríkjunum og hún myndi ekki dreifast frekar þar í landi. Rannsókn stendur nú yfir í Nebraska í Bandaríkjunum þar sem verið er að gera tilraunir á mögulegri lækningu á Covid-19. Seinna meir mun rannsóknin ná til 400 sjúklinga víðsvegar um heiminn. Aðrar sambærilegar rannsóknir standa einnig yfir í öðrum ríkjum. Meðal þeirra sem taka þátt í rannsókninni eru fjórtán aðilar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Fjölmargir smituðust af veirunni þar um borð og var skipið í sóttkví um tíma.
Austurríki Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira