100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 18:10 Ísland sló England út á EM í Frakklandi 2016 þar sem Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið. vísir/getty Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. Ísland fékk England úr efsta styrkleikaflokki en liðin hafa aðeins einu sinni mæst í mótsleik. Það var auðvitað í 16-liða úrslitum á EM 2016 þegar Ísland vann 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Það var síðasti leikur Englands undir stjórn Roy Hodgson en Gareth Southgate tók við liðinu þá um haustið. Undir hans stjórn varð England í 4. sæti á HM 2018 og liðið endaði í 3. sæti Þjóðadeildarinnar í fyrrasumar. Ísland gerði jafntefli við England í vináttulandsleik árið 1982, 1-1, en tapaði 6-1 á æfingamóti sumarið 2004. Ísland hefur aldrei unnið Danmörku, hvorki í mótsleik né vináttulandsleik, í 23 tilraunum. Liðin mættust síðast í vináttulandsleik í aðdraganda EM 2016 og unnu Danir 2-1 sigur. Liðin mættust í undankeppni EM 2012, undankeppni EM 2008 og undankeppni HM 2002, og vann Danmörk alla sex leikina. Danir komust í 16-liða úrslit á HM 2018 en féllu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn silfurliði Króatíu. Þeir unnu sinni riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar haustið 2018, í baráttu við Austurríki og Norður-Írland, og leika þess vegna í A-deild núna. Romelu Lukaku reyndist Íslendingum erfiður á Laugardalsvelli þegar Belgar unnu þar 3-0 sigur.vísir/getty Það er skammt síðan að Belgía mætti á Laugardalsvöll en liðið var í riðli Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar haustið 2018. Belgía vann 3-0 á Laugardalsvelli og svo 2-0 á heimavelli. Áður mættust liðin í mótsleikjum síðast í undankeppni HM 1978, undankeppni EM 1976, undankeppni HM 1974 og undankeppni HM 1958. Alltaf unnu Belgar, alls átta leiki, og þeir unnu einnig vináttulandsleik þjóðanna á heimavelli í nóvember 2014. Belgía hefur því unnið alla ellefu leiki sína við Ísland. Belgar unnu til bronsverðlauna á HM 2018 en urðu svo í 2. sæti í riðli Íslands í Þjóðadeildinni, á eftir Sviss. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. Ísland fékk England úr efsta styrkleikaflokki en liðin hafa aðeins einu sinni mæst í mótsleik. Það var auðvitað í 16-liða úrslitum á EM 2016 þegar Ísland vann 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Það var síðasti leikur Englands undir stjórn Roy Hodgson en Gareth Southgate tók við liðinu þá um haustið. Undir hans stjórn varð England í 4. sæti á HM 2018 og liðið endaði í 3. sæti Þjóðadeildarinnar í fyrrasumar. Ísland gerði jafntefli við England í vináttulandsleik árið 1982, 1-1, en tapaði 6-1 á æfingamóti sumarið 2004. Ísland hefur aldrei unnið Danmörku, hvorki í mótsleik né vináttulandsleik, í 23 tilraunum. Liðin mættust síðast í vináttulandsleik í aðdraganda EM 2016 og unnu Danir 2-1 sigur. Liðin mættust í undankeppni EM 2012, undankeppni EM 2008 og undankeppni HM 2002, og vann Danmörk alla sex leikina. Danir komust í 16-liða úrslit á HM 2018 en féllu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn silfurliði Króatíu. Þeir unnu sinni riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar haustið 2018, í baráttu við Austurríki og Norður-Írland, og leika þess vegna í A-deild núna. Romelu Lukaku reyndist Íslendingum erfiður á Laugardalsvelli þegar Belgar unnu þar 3-0 sigur.vísir/getty Það er skammt síðan að Belgía mætti á Laugardalsvöll en liðið var í riðli Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar haustið 2018. Belgía vann 3-0 á Laugardalsvelli og svo 2-0 á heimavelli. Áður mættust liðin í mótsleikjum síðast í undankeppni HM 1978, undankeppni EM 1976, undankeppni HM 1974 og undankeppni HM 1958. Alltaf unnu Belgar, alls átta leiki, og þeir unnu einnig vináttulandsleik þjóðanna á heimavelli í nóvember 2014. Belgía hefur því unnið alla ellefu leiki sína við Ísland. Belgar unnu til bronsverðlauna á HM 2018 en urðu svo í 2. sæti í riðli Íslands í Þjóðadeildinni, á eftir Sviss.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti