Sport

Dagskráin: Sara Björk í Meistaradeildinni, Pepsi Max, Vodafonedeildin og golf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Björk og stöllur hennar mæta til leiks í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Sara Björk og stöllur hennar mæta til leiks í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty

Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Meistaradeild Evrópu, á grasi sem og fyrir framan tölvuskjá, Vodafonedeildin, Pepsi Max deild karla og golf.

Pepsi Max deildin fer snemma af stað í dag en FH tekur á móti HK klukkan 14:00. Um leið og leik lýkur verða Pepsi Max Tilþrifin í beinni útsendingu.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18:00 sýnum við beint frá leik Lyon og Bayern Munchen í 8-liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir Lyon í sumar en liðið hefur unnið Meistaradeildina undanfarin fjögur ár.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 14:00 sýnum við beint frá leik KA og ÍA í Pepsi Max deildinni. Klukkan 18:00 sýnum við hinn leik dagsins í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar mætast Paris Saint-Germain og Arsenal.

Stöð 2 E-sport

Klukkan 16:00 er beint útsending frá Meistaradeild Evrópu í eFótbolta.

Frá 21:00-01:55 er svo úrslitaleikur Stórmeistaramóts Vodafonedeildarinnar, skemmtiefni, ítarefni og fræðandi viðtöl fyrir leikinn sem hefst klukkan 20:00 Lokauppgjör fyrsta tímabils CS:GO deildarinnar.

Golfstöðin

Við byrjum á Opna breska meistaramótinu í golfi klukkan 09:50. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Þaðan förum við yfir í The Northern Trust sem er hluti af PGA-mótaröðinni og að lokum ISPS Wales Handa Open á Evrópumótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×