Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 17:00 Mótmælendur í Mínsk í dag veifa fána stjórnarandstöðunnar. EPA-EFE/YAUHEN YERCHAK Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. Mótmælendur hafa mótmælt undanfarnar tvær vikur frá því að niðurstöður forsetakosninganna umdeildu lágu fyrir. Lúkasjenkó hefur gengt embætti forseta frá árin 1994. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir og virðist ekkert lát ætla að verða á baráttunni gegn forsetanum. Lúkasjenkó hefur heitið því að stöðva mótmælin og hefur hann sakað mótmælendur um að njóta stuðnings erlendra afla. Vara mótmælendur við því að koma nálægt minnisvörðum Á götum Mínsk sést varla í annað en hvítan og rauðan einkennisfána stjórnarandstöðunnar sem nánast hver mótmælandi ber. Mótmælendur héldu að minnisvarða sem var umkringdur öryggissveitum leyniþjónustunnar. Varnarmálaráðuneytið hefur hingað til látið lögregluna um að halda aftur af mótmælendum en gaf út í dag að það myndi héðan af sjá um að vernda minnisvarða og varaði mótmælendur sérstaklega við því. Varla sést í annað en hvítan og rauðan fána stjórnarandstöðunnar á götum Mínsk.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Ráðuneytið sagði í viðvöruninni að minnisvarðar, sérstaklega þeir sem reistir voru til minningar um síðari heimsstyrjöldina, væru heilagir og ekki mætti vanvirða þá. Þá gaf innanríkisráðuneyti landsins út yfirlýsingu sem sagði að mótmæli sem ekki hefðu fengið samþykki yfirvalda væru flokkuð sem ólögleg. Sakar NATO um að vilja koma nýjum forseta til valda Lúkasjenkó hefur haldið því fram að óvinaþjóðir safni saman herafla við landamæri Hvíta-Rússlands. Hann sagði að hermenn í Póllandi og Litháen væru að búa sig undir að ráðast inn í landið og heldur því einnig fram að Norður Atlantshafsbandalagið, NATO, beiti sig nú fyrir því að koma Lúkasjenkó frá völdum og nýjum forseta á stól. Þá sagði hann að hvít-rússneskar hersveitir verði sendar til landamæranna í vesturhluta landsins til að verjast meintri ógn. NATO segir ásakanir Lúkasjenkó ekki á rökum reistar. Engin ógn stafi að Hvíta-Rússlandi af bandalaginu. Þá hafa stjórnvöld í Póllandi einnig hafnað ásökunum og segja aðeins um áróður hvít-rússnesku stjórnarinnar að ræða. Mynda mannlega keðju frá Vilníus að landamærum Hvíta-Rússlands Um 50 þúsund manns hafa myndað mannlega keðju frá Vilníus í Litháen að landamærum Hvíta-Rússlands nú síðdegis í dag. Leiðin er um 40 km löng en sambærileg keðja var mynduð árið 1989 sem náði í gegn um Eistland, Lettland og Litháen þegar ríkin börðust fyrir sjálfstæði sínu. Sú keðja var um 600 km löng og tóku tvær milljónir manna þátt í að mynda hana samkvæmt frétt RÚV. Í mótmælunum í Hvíta-Rússlandi, sem eru nú á sínum þrettánda degi, hafa minnst fjórir látið lífið og hafa mótmælendur einnig haldið því fram að þeir hafi verið pyntaðir í haldi lögreglu. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Lúkasjenkó hlaut í kosningunum, samkvæmt opniberum kosningatölum, um 80 prósent atkvæða en andstæðingur hans Svetlana Tsikhanovskaya hlaut um 10 prósent atkvæða. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar, sem og stjórnarandstaðan og mótmælendur, hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega en engir sjálfstæðir eftirlitsaðilar fengu að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Stjórnarandstaðan heldur því fram að Lúkasjenkó hafi beitt stórfelldu kosningasvindli til að tryggja sér sigur. Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir NATO segir ekkert til í ásökunum Lúkasjenkó Norður Atlantshafsbandalagið, NATO, segir ekkert til í staðhæfingu Alexanders Lúkasjenkó forseta Hvíta-Rússlands sem hefur haldið því fram að óvinaþjóðir safni saman herafla við landamæri að Hvíta-Rússlandi. 22. ágúst 2020 22:38 Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35 Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. Mótmælendur hafa mótmælt undanfarnar tvær vikur frá því að niðurstöður forsetakosninganna umdeildu lágu fyrir. Lúkasjenkó hefur gengt embætti forseta frá árin 1994. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir og virðist ekkert lát ætla að verða á baráttunni gegn forsetanum. Lúkasjenkó hefur heitið því að stöðva mótmælin og hefur hann sakað mótmælendur um að njóta stuðnings erlendra afla. Vara mótmælendur við því að koma nálægt minnisvörðum Á götum Mínsk sést varla í annað en hvítan og rauðan einkennisfána stjórnarandstöðunnar sem nánast hver mótmælandi ber. Mótmælendur héldu að minnisvarða sem var umkringdur öryggissveitum leyniþjónustunnar. Varnarmálaráðuneytið hefur hingað til látið lögregluna um að halda aftur af mótmælendum en gaf út í dag að það myndi héðan af sjá um að vernda minnisvarða og varaði mótmælendur sérstaklega við því. Varla sést í annað en hvítan og rauðan fána stjórnarandstöðunnar á götum Mínsk.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Ráðuneytið sagði í viðvöruninni að minnisvarðar, sérstaklega þeir sem reistir voru til minningar um síðari heimsstyrjöldina, væru heilagir og ekki mætti vanvirða þá. Þá gaf innanríkisráðuneyti landsins út yfirlýsingu sem sagði að mótmæli sem ekki hefðu fengið samþykki yfirvalda væru flokkuð sem ólögleg. Sakar NATO um að vilja koma nýjum forseta til valda Lúkasjenkó hefur haldið því fram að óvinaþjóðir safni saman herafla við landamæri Hvíta-Rússlands. Hann sagði að hermenn í Póllandi og Litháen væru að búa sig undir að ráðast inn í landið og heldur því einnig fram að Norður Atlantshafsbandalagið, NATO, beiti sig nú fyrir því að koma Lúkasjenkó frá völdum og nýjum forseta á stól. Þá sagði hann að hvít-rússneskar hersveitir verði sendar til landamæranna í vesturhluta landsins til að verjast meintri ógn. NATO segir ásakanir Lúkasjenkó ekki á rökum reistar. Engin ógn stafi að Hvíta-Rússlandi af bandalaginu. Þá hafa stjórnvöld í Póllandi einnig hafnað ásökunum og segja aðeins um áróður hvít-rússnesku stjórnarinnar að ræða. Mynda mannlega keðju frá Vilníus að landamærum Hvíta-Rússlands Um 50 þúsund manns hafa myndað mannlega keðju frá Vilníus í Litháen að landamærum Hvíta-Rússlands nú síðdegis í dag. Leiðin er um 40 km löng en sambærileg keðja var mynduð árið 1989 sem náði í gegn um Eistland, Lettland og Litháen þegar ríkin börðust fyrir sjálfstæði sínu. Sú keðja var um 600 km löng og tóku tvær milljónir manna þátt í að mynda hana samkvæmt frétt RÚV. Í mótmælunum í Hvíta-Rússlandi, sem eru nú á sínum þrettánda degi, hafa minnst fjórir látið lífið og hafa mótmælendur einnig haldið því fram að þeir hafi verið pyntaðir í haldi lögreglu. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Lúkasjenkó hlaut í kosningunum, samkvæmt opniberum kosningatölum, um 80 prósent atkvæða en andstæðingur hans Svetlana Tsikhanovskaya hlaut um 10 prósent atkvæða. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar, sem og stjórnarandstaðan og mótmælendur, hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega en engir sjálfstæðir eftirlitsaðilar fengu að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Stjórnarandstaðan heldur því fram að Lúkasjenkó hafi beitt stórfelldu kosningasvindli til að tryggja sér sigur.
Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir NATO segir ekkert til í ásökunum Lúkasjenkó Norður Atlantshafsbandalagið, NATO, segir ekkert til í staðhæfingu Alexanders Lúkasjenkó forseta Hvíta-Rússlands sem hefur haldið því fram að óvinaþjóðir safni saman herafla við landamæri að Hvíta-Rússlandi. 22. ágúst 2020 22:38 Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35 Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
NATO segir ekkert til í ásökunum Lúkasjenkó Norður Atlantshafsbandalagið, NATO, segir ekkert til í staðhæfingu Alexanders Lúkasjenkó forseta Hvíta-Rússlands sem hefur haldið því fram að óvinaþjóðir safni saman herafla við landamæri að Hvíta-Rússlandi. 22. ágúst 2020 22:38
Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35
Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59