Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 13:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon voru mættar á æfingu í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. getty/Juanma Það er skammt stórra högga á milli hjá Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon. Á sunnudaginn varð liðið Evrópumeistari fimmta árið í röð og í dag byrjaði liðið aftur að æfa. Vegna kórónuveirufaraldursins lauk tímabilinu 2019-20 hjá Lyon ekki fyrr en á sunnudaginn, 30. ágúst. Næsta tímabil er handan við hornið en fyrsti leikur Lyon í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Paris FC á sunnudaginn, viku eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Lyon sigraði Wolfsburg, 3-1. Sara skoraði þriðja mark Lyon. Leikmenn Lyon fengu því ekki langt frí eftir að hafa landað Evrópumeistaratitlinum og hófu æfingar á ný í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Nos championnes à l entraînement pic.twitter.com/yI17YjMI55— CHAMP7ONNES (@OLfeminin) September 3, 2020 Lyon leggur þar lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil en hann hófst fyrr í sumar. Lyon fór þá m.a. í æfingaferð til Póllands þar sem Sara spilaði sína fyrstu leiki fyrir liðið. Keppni í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili var blásin af eftir sextán umferðir og Lyon krýnt meistari. Liðið hefur unnið frönsku deildina fjórtán ár í röð. Lyon vann fjórtán af sextán deildarleikjum sínum á síðasta tímabili og gerði tvö jafntefli. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; Söru og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem hefur samið við nýliða Le Havre. Hún fer í læknisskoðun hjá félaginu á morgun. Fyrsti leikur Le Havre er gegn Issy á útivelli á laugardaginn. Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli hjá Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon. Á sunnudaginn varð liðið Evrópumeistari fimmta árið í röð og í dag byrjaði liðið aftur að æfa. Vegna kórónuveirufaraldursins lauk tímabilinu 2019-20 hjá Lyon ekki fyrr en á sunnudaginn, 30. ágúst. Næsta tímabil er handan við hornið en fyrsti leikur Lyon í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Paris FC á sunnudaginn, viku eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Lyon sigraði Wolfsburg, 3-1. Sara skoraði þriðja mark Lyon. Leikmenn Lyon fengu því ekki langt frí eftir að hafa landað Evrópumeistaratitlinum og hófu æfingar á ný í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Nos championnes à l entraînement pic.twitter.com/yI17YjMI55— CHAMP7ONNES (@OLfeminin) September 3, 2020 Lyon leggur þar lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil en hann hófst fyrr í sumar. Lyon fór þá m.a. í æfingaferð til Póllands þar sem Sara spilaði sína fyrstu leiki fyrir liðið. Keppni í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili var blásin af eftir sextán umferðir og Lyon krýnt meistari. Liðið hefur unnið frönsku deildina fjórtán ár í röð. Lyon vann fjórtán af sextán deildarleikjum sínum á síðasta tímabili og gerði tvö jafntefli. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; Söru og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem hefur samið við nýliða Le Havre. Hún fer í læknisskoðun hjá félaginu á morgun. Fyrsti leikur Le Havre er gegn Issy á útivelli á laugardaginn.
Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira