Besta byrjun knattspyrnukonu með íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 11:00 Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni á móti Lettlandi á Laugardalsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði A-landsliðsferill sinn frábærlega með því að skora tvö mörk í sínum fyrsta landsleik í 9-0 sigrinum á Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í gær. Hún er sú fyrsta sem nær því í sögu íslenska kvennalandsliðsins. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði bæði mörkin á fyrstu 32 mínútum sínum með íslenska landsliðinu. Sveindís Jane átti reyndar mögulega á því að skora fleiri mörk í gær en hún var síógnandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hafa vissulega landsliðskonur skorað með sinni fyrstu snertingu eins og þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sandra María Jessen og þá tryggði Olga Færseth íslenska landsliðinu mikilvægan 1-0 útisigur í undankeppni EM í sínum fyrsta leik. Sveindís hefði viljað hafa fjölskylduna sína á staðnum en naut þess að spila fyrsta A-landsleikinn.https://t.co/fTvEsNiEgC— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2020 Þær Bryndís Einarsdóttir og Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir voru þær fyrstu en þær skoruðu báðar í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Af þeim átta sem höfðu opnað markareikninginn sinn í fyrsta A-landsleiknum hafði engum þeirra tekist að skora meira en eitt mark. Sveindís Jane Jónsdóttir er ein af fimm sem skoruðu í fyrsta leik eftir að hafa verið í byrjunarliðinu. Þær Bryndís Einarsdóttir, Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir, Olga Færseth og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir gerðu það líka. Sveindís Jane skoraði sitt fyrsta mark á áttundu mínútu en það gerði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir einnig. Bryndís, Ásta og Olga skoruðu allar í seinni hálfleik í sínum fyrsta leik. Rakel Björk Ögmundsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen skoruðu aftur á móti eftir að hafa komið inn á sem varamenn í fyrsta landsleiknum sínum. Sandra María var aðeins búin að vera inn á í þrjár mínútur og Margrét Lára skoraði fjórum mínútum eftir að hún kom inn á völlinn. Dóra María skoraði fimm mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður. Rakel kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik en skoraði markið sitt í þeim síðari. Hér fyrir neðan má sjá hvaða knattspyrnukonur hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik. 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur) EM 2021 í Englandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði A-landsliðsferill sinn frábærlega með því að skora tvö mörk í sínum fyrsta landsleik í 9-0 sigrinum á Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í gær. Hún er sú fyrsta sem nær því í sögu íslenska kvennalandsliðsins. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði bæði mörkin á fyrstu 32 mínútum sínum með íslenska landsliðinu. Sveindís Jane átti reyndar mögulega á því að skora fleiri mörk í gær en hún var síógnandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hafa vissulega landsliðskonur skorað með sinni fyrstu snertingu eins og þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sandra María Jessen og þá tryggði Olga Færseth íslenska landsliðinu mikilvægan 1-0 útisigur í undankeppni EM í sínum fyrsta leik. Sveindís hefði viljað hafa fjölskylduna sína á staðnum en naut þess að spila fyrsta A-landsleikinn.https://t.co/fTvEsNiEgC— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2020 Þær Bryndís Einarsdóttir og Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir voru þær fyrstu en þær skoruðu báðar í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Af þeim átta sem höfðu opnað markareikninginn sinn í fyrsta A-landsleiknum hafði engum þeirra tekist að skora meira en eitt mark. Sveindís Jane Jónsdóttir er ein af fimm sem skoruðu í fyrsta leik eftir að hafa verið í byrjunarliðinu. Þær Bryndís Einarsdóttir, Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir, Olga Færseth og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir gerðu það líka. Sveindís Jane skoraði sitt fyrsta mark á áttundu mínútu en það gerði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir einnig. Bryndís, Ásta og Olga skoruðu allar í seinni hálfleik í sínum fyrsta leik. Rakel Björk Ögmundsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen skoruðu aftur á móti eftir að hafa komið inn á sem varamenn í fyrsta landsleiknum sínum. Sandra María var aðeins búin að vera inn á í þrjár mínútur og Margrét Lára skoraði fjórum mínútum eftir að hún kom inn á völlinn. Dóra María skoraði fimm mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður. Rakel kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik en skoraði markið sitt í þeim síðari. Hér fyrir neðan má sjá hvaða knattspyrnukonur hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik. 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur)
Hér fyrir neðan má sjá hvaða knattspyrnukonur hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik. 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur)
EM 2021 í Englandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti