Chelsea hvorki að plata né grínast með því að setja Petr Cech á leikmannalistann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 09:02 Frank Lampard og Petr Cech unnu marga titla saman hjá Chelsea og nú vill Lampard hafa tékkneska markvörðinn á bakvakt. Getty/Darren Walsh Margir urðu hissa þegar þeir fengu leikmannalista Chelsea í hendurnar en liðin í ensku úrvalsdeildinni þurftu að tilkynna inn 25 manna leikmannalista í vikunni. Ástæðan var að þarna var vissulega kunnuglegt nafn en nafn sem um leið passaði ekki alveg við árið 2020. Chelsea var þó hvorki að plata eða að grínast með því að setja Petr Cech á leikmannalistann sinn fyrir ensku úrvalsdeildina 2020-21. Cech er í formi og tilbúinn að hlaupa í skarðið í vandræðum. Petr Cech lagði samt knattspyrnuskóna á hilluna vorið 2019. Lokaleikurinn hans var ekki með Chelsea heldur á móti Chelsea. Tékkinn varði mark Arsenal í tapleik á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Petr Cech is BACK He's been named in Chelsea's Premier League squad - despite having retired from playing at the end of the 2018-19 season.More: https://t.co/scETqdZ5Un #cfc #bbcfootball pic.twitter.com/FO5iuogqH5— BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2020 Hann er nú 38 ára gamall og hefur unnið fyrir Chelsea síðan hann hætti. Cech er tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu. Cech var í ellefu ár hjá Chelsea og vann þrettán titla með félaginu þar á meðal varð hann fjórum sinnum enskur meistari. Hann er einn besti leikmaðurinn í sögu Chelsea. Cech spilaði síðast fyrir Chelsea í 3-1 sigri á Sunderland í maí 2015 en hann færði sig um sumarið yfir til nágrannanna í Arsenal þar sem hann kláraði ferilinn. Undanfarið hefur Cech verið að hjálpa til við markvarðarþjálfun liðsins og það leiddi síðan til þess að hann er neyðarmarkvörður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. It was immediately clear that Cech could still be playing at the highest level. https://t.co/w5Kg7eshpF— SPORTbible (@sportbible) October 21, 2020 „Þetta er alls engin rómantík. Pete elskar að æfa og þannig er hann bara. Það er gott að hafa hann ef eitthvað gerist. Hann er í það góðu formi að við gætum ekki fengið betri mann en Petr Cech ef við lendum í krísu. Ég býst ekki við að hann spili en það bjóst enginn heldur við því sem hefur verið í gangi í heiminum í sex eða sjö mánuði. Það skýrir kannski af hverju hann er hér,“ sagði Frank Lampard. „Við áttum pláss fyrir hann og Covid gerir þetta ár ólíkt öllum öðrum árum. Hann er í flottu formi og enn tiltölulega ungur. Hann hefði vel getað haldið áfram að spila þegar skórnir fóru upp á hillu. Það var algjör ‚no-brainer' að hafa hann í hópnum,“ sagði Lampard. Af öðrum félögum má nefna að þeir Phil Jones og markvörðurinn Sergio Romero eru ekki á 25 manna lista Manchester United og Mesut Özil er ekki á listanum hjá Arsenal. Liðin geta þó kallað inn í nýja leikmenn í janúar þannig að þeir gætu ennþá allir spilað með sínu liði á leiktíðinni. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Margir urðu hissa þegar þeir fengu leikmannalista Chelsea í hendurnar en liðin í ensku úrvalsdeildinni þurftu að tilkynna inn 25 manna leikmannalista í vikunni. Ástæðan var að þarna var vissulega kunnuglegt nafn en nafn sem um leið passaði ekki alveg við árið 2020. Chelsea var þó hvorki að plata eða að grínast með því að setja Petr Cech á leikmannalistann sinn fyrir ensku úrvalsdeildina 2020-21. Cech er í formi og tilbúinn að hlaupa í skarðið í vandræðum. Petr Cech lagði samt knattspyrnuskóna á hilluna vorið 2019. Lokaleikurinn hans var ekki með Chelsea heldur á móti Chelsea. Tékkinn varði mark Arsenal í tapleik á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Petr Cech is BACK He's been named in Chelsea's Premier League squad - despite having retired from playing at the end of the 2018-19 season.More: https://t.co/scETqdZ5Un #cfc #bbcfootball pic.twitter.com/FO5iuogqH5— BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2020 Hann er nú 38 ára gamall og hefur unnið fyrir Chelsea síðan hann hætti. Cech er tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu. Cech var í ellefu ár hjá Chelsea og vann þrettán titla með félaginu þar á meðal varð hann fjórum sinnum enskur meistari. Hann er einn besti leikmaðurinn í sögu Chelsea. Cech spilaði síðast fyrir Chelsea í 3-1 sigri á Sunderland í maí 2015 en hann færði sig um sumarið yfir til nágrannanna í Arsenal þar sem hann kláraði ferilinn. Undanfarið hefur Cech verið að hjálpa til við markvarðarþjálfun liðsins og það leiddi síðan til þess að hann er neyðarmarkvörður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. It was immediately clear that Cech could still be playing at the highest level. https://t.co/w5Kg7eshpF— SPORTbible (@sportbible) October 21, 2020 „Þetta er alls engin rómantík. Pete elskar að æfa og þannig er hann bara. Það er gott að hafa hann ef eitthvað gerist. Hann er í það góðu formi að við gætum ekki fengið betri mann en Petr Cech ef við lendum í krísu. Ég býst ekki við að hann spili en það bjóst enginn heldur við því sem hefur verið í gangi í heiminum í sex eða sjö mánuði. Það skýrir kannski af hverju hann er hér,“ sagði Frank Lampard. „Við áttum pláss fyrir hann og Covid gerir þetta ár ólíkt öllum öðrum árum. Hann er í flottu formi og enn tiltölulega ungur. Hann hefði vel getað haldið áfram að spila þegar skórnir fóru upp á hillu. Það var algjör ‚no-brainer' að hafa hann í hópnum,“ sagði Lampard. Af öðrum félögum má nefna að þeir Phil Jones og markvörðurinn Sergio Romero eru ekki á 25 manna lista Manchester United og Mesut Özil er ekki á listanum hjá Arsenal. Liðin geta þó kallað inn í nýja leikmenn í janúar þannig að þeir gætu ennþá allir spilað með sínu liði á leiktíðinni.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira