Enski boltinn

Sagði að víta­­­spyrnan hafi ekki einu sinni verið brot: „Höfum lent í ó­rétt­læti“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp lætur fjórða dómarann heyra það í gær.
Klopp lætur fjórða dómarann heyra það í gær. John Powell/Liverpool FC

„Ég er ekkert hissa. Þú þarft alltaf að leggja þig fram gegn Sheffield United. Það er líklega erfitt að kyngja þessu Chris Wilder (stjóra Sheff. Utd.),“ voru fyrstu viðbrögð Jurgens Klopp, stjóra Liverpool, eftir 2-1 sigurinn á Sheffield United í gærkvöldi.

Roberto Firmino og Diogo Jota skoruðu mörk Liverpool en Bítlaborgarliðið lenti undir í leiknum. Sheffield fékk vítaspyrnu eftir brot Fabinho. Fyrst var dæmd aukaspyrna en henni svo breytt í vítaspyrnu.

„Vítaspyrnan var ekki einu sinni brot. Á einu tímabili eru svo mörg mismunandi tímabil og það hefur verið óréttlæti gagnvart okkur en við þurfum að halda áfram. Ég elska svona leiki þegar þú vinnur fyrir öllu.“

„Við lentum í vandræðum með McBurnie í fyrri hálfleik en við löguðum staðsetningarnar og unnum seinni boltanna. Við vorum með mikla yfirburði í stöðunni 2-1 og spiluðum mjög góðan fótbolta en svo komust þeir aftur inn í leikinnn.“

Meistararnir lentu í vandræðum í gærkvöldi en Klopp segir að það sé skiljanlegt; lærisveinar Chris Wilder gefast aldrei upp.

„Þeir gefast aldrei upp og ég ber svo mikla virðingu fyrir þeim. Þeir leggja svo mikið á sig. Chris er að gera frábæra hluti,“ sagði Klopp.

Liverpool er í 2. sætinu með þrettán stig en Sheffield United er í 19. sætinu með eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×