Erlent

Frétta­maðurinn Robert Fisk er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Robert Fisk fæddist í Bretlandi en varð síðar írskur ríkisborgari. Myndin er tekin árið 2005.
Robert Fisk fæddist í Bretlandi en varð síðar írskur ríkisborgari. Myndin er tekin árið 2005. Getty

Fréttamaðurinn margreyndi, Robert Fisk, er látinn, 74 ára að aldri. Hann var fluttur á sjúkrahús í Dublin á Írlandi á föstudag eftir að hafa fengið heilablóðfall og lést skömmu síðar, að því er fram kemur í frétt Irish Times.

Fisk vann á ferli sínum til fjölmargra verðlauna fyrir fréttir sínar, meðal annars frá átakasvæðum í Miðausturlöndum. Hann hóf fréttamannaferil sinn á áttunda áratug síðustu aldar.

BBC segir frá því að Fisk hafi einnig verið umdeildur í störfum sínum, meðal annars vegna gagnrýni sinnar í garð bandarískra og ísraelskra stjórnvalda, auk utanríkisstefnu Vesturlanda.

Á ferli sínum fjallaði hann um stríðin á Balkanskaga, Miðausturlöndum og Norður-Afríku fyrir bresk dagblöð, þar á meðal The Times og The Independent, í um fimm áratugi.

Fisk fæddist í Bretlandi árið 1946 en varð síðar írskur ríkisborgari. Hann bjó í Dalkey, utan írsku höfuðborgarinnar Dublin.

Írski forsetinn Michael D. Higgins minnist Fisk sem einum besta fréttaskýrenda heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×