Birna Berg ánægð í Eyjum og útilokar ekki að byrja aftur í fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2020 12:01 Birna Berg Haraldsdóttir segir líklegra en ekki að hún sé komin heim fyrir fullt og allt. vísir/vilhelm Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, sneri aftur til Íslands í sumar eftir sjö ár í atvinnumennsku og gekk í raðir ÍBV. Henry Birgir Gunnarsson fór til Vestmannaeyja á dögunum og ræddi m.a. við Birnu. Afraksturinn var sýndur í Seinni bylgjunni í gær. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og tók rosa langan tíma að taka hana,“ sagði Birna um aðdraganda heimkomunnar. „ÍBV hafði samband við mig í nóvember en ég held að ég hafi ekki gefið þeim svar fyrr en í apríl. Mig langaði að vera áfram úti en þetta voru sjö fín ár úti og fínt að koma heim og reyna að taka titla.“ Birna lék síðast með Neckalsulmer í Þýskalandi og átti möguleika á að vera áfram þar í landi. „Ég var að skoða þrjú lið í Þýskalandi en þegar á tímann leið langaði mig að koma heim og ég sé ekki eftir því,“ sagði Birna. Hún segir líklegt að hún sé komin heim fyrir fullt og allt þótt hún sé ekki búin að loka dyrunum á atvinnumennskuna. „Ég myndi alltaf skoða það en ég er búin að flytja það mikið síðustu sjö ár að ég veit ekki hvort ég nenni að drösla enn einum gámnum út. Ég held að ég sé kominn heim til að vera en ef eitthvað kemur upp myndi ég alltaf skoða það.“ Birna þekkir vel til í Eyjum, á ættir að rekja þangað og lék með fótboltaliði ÍBV sumarið 2011. „Einhvern veginn vissi ég að ég myndi koma aftur, sérstaklega eftir að Sunna [Jónsdóttir] kom. Við erum búnar að vera vinkonur lengi og spila saman. Að koma heim var erfið ákvörðun en hvert ég myndi fara var ekki jafn erfið,“ sagði Birna sem var gríðarlega efnilegur markvörður í fótbolta á sínum tíma og lék fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Hún segir að fótboltinn togi enn í sig. „Ég er búin að mæta á nokkra leiki og hitta gamla þjálfarann minn. Og ég á enn takkaskó þannig að það er aldrei að vita hvort maður mæti. Ekki þennan vetur en auðvitað kitlar það mikið og mér finnst enn ógeðslega gaman í fótbolta og hugsa stundum hvað hefði gerst ef ég hefði valið hann. En ég held að ég hafi valið rétt að lokum,“ sagði Birna. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Birnu Berg Olís-deild kvenna ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, sneri aftur til Íslands í sumar eftir sjö ár í atvinnumennsku og gekk í raðir ÍBV. Henry Birgir Gunnarsson fór til Vestmannaeyja á dögunum og ræddi m.a. við Birnu. Afraksturinn var sýndur í Seinni bylgjunni í gær. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og tók rosa langan tíma að taka hana,“ sagði Birna um aðdraganda heimkomunnar. „ÍBV hafði samband við mig í nóvember en ég held að ég hafi ekki gefið þeim svar fyrr en í apríl. Mig langaði að vera áfram úti en þetta voru sjö fín ár úti og fínt að koma heim og reyna að taka titla.“ Birna lék síðast með Neckalsulmer í Þýskalandi og átti möguleika á að vera áfram þar í landi. „Ég var að skoða þrjú lið í Þýskalandi en þegar á tímann leið langaði mig að koma heim og ég sé ekki eftir því,“ sagði Birna. Hún segir líklegt að hún sé komin heim fyrir fullt og allt þótt hún sé ekki búin að loka dyrunum á atvinnumennskuna. „Ég myndi alltaf skoða það en ég er búin að flytja það mikið síðustu sjö ár að ég veit ekki hvort ég nenni að drösla enn einum gámnum út. Ég held að ég sé kominn heim til að vera en ef eitthvað kemur upp myndi ég alltaf skoða það.“ Birna þekkir vel til í Eyjum, á ættir að rekja þangað og lék með fótboltaliði ÍBV sumarið 2011. „Einhvern veginn vissi ég að ég myndi koma aftur, sérstaklega eftir að Sunna [Jónsdóttir] kom. Við erum búnar að vera vinkonur lengi og spila saman. Að koma heim var erfið ákvörðun en hvert ég myndi fara var ekki jafn erfið,“ sagði Birna sem var gríðarlega efnilegur markvörður í fótbolta á sínum tíma og lék fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Hún segir að fótboltinn togi enn í sig. „Ég er búin að mæta á nokkra leiki og hitta gamla þjálfarann minn. Og ég á enn takkaskó þannig að það er aldrei að vita hvort maður mæti. Ekki þennan vetur en auðvitað kitlar það mikið og mér finnst enn ógeðslega gaman í fótbolta og hugsa stundum hvað hefði gerst ef ég hefði valið hann. En ég held að ég hafi valið rétt að lokum,“ sagði Birna. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Birnu Berg
Olís-deild kvenna ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00