Þrettándi leikmaðurinn sem Liverpool liðið missir í meiðsli eða veikindi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 09:30 Virgil van Dijk verður lengi frá en það eru fullt af öðrum leikmönnum Liverpool á meiðslalistanum. Getty/John Powell Enski landsliðsmiðvörðurinn Joe Gomez bættist í gær í hóp þeirra fjölmörgu leikmanna Englandsmeistara sem hafa meiðst eða veikst á þessu tímabili. Það eru bara liðnir þrír mánuður af titilvörninni hjá Liverpool en meiðslavandræði liðsins ætla engan endi að taka. Meiðslavandræðin í vörninni gætu reynst erfið fyrir Jürgen Klopp að leysa ekki síst eftir fréttir gærdagsins. Joe Gomez meiddist þá á hné á landsliðsæfingu og Telegraph sagði frá því að leikmaðurinn sjálfur óttist það að hann verði lengi frá keppni. Liverpool er þegar búið að missa miðvörðinn Virgil van Dijk í krossbandsslit. Virgil van Dijk og Joe Gomez spiluðu stóran hluta leikjanna á titiltímabilinu og Joe Gomez hafði fengið stærra hlutverk eftir að hollenski landsliðsmiðvörðurinn datt út. Liverpool þurfti ekki að glíma mikið við meiðsli lykilmanna á síðasta tímabili sem kom sér vel þegar liðið endaði þriggja áratuga bið eftir enska meistaratitlinum. Titilvörnin hefur aftur á móti verið ein stór meiðslamartröð. Alisson Van Dijk Gomez Matip Fabinho Alexander-Arnold Thiago Oxlade-Chamberlain Henderson Keita Mane Tsimikas Shaqirihttps://t.co/0rTBgnzI2A— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Liverpool liðið hefur nú misst þrettán leikmenn á tímabilinu í meiðsli eða kórónuveiruveikindi. Það er því farið að reyna all verulega á breiddina í leikmannahópi Jürgen Klopp. Jürgen Klopp hefur kallað eftir því að það verði aftur leyfðar fimm skiptingar enda er álagið mjög mikið á leikmönnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það þykir nokkuð ljóst að mikill fjöldi meiðsla sé afleiðing miklu meira álags á þessum leikmönnum en álagið var nú ekki lítið fyrir. Kórónuveiran hefur hins vegar þjappað tímabilinu enn meira saman og leikmennirnir eru sem dæmi farnir að spila þrjá leiki í landsleikjaglugganum. Leikmennirnir sem Liverpool liðið hefur misst í meiðsli og veikindi eru Virgil van Dijk, Thiago Alcantara, Fabinho, Joel Matip, Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold, Alex Oxlade-Chamberlain, Alisson Becker, Jordan Henderson, Naby Keita, Kostas Tsimikas, Sadio Mane og Xherdan Shaqiri. Joel Matip er byrjaður aftur að spila eins og þeir Alisson, Henderson, Keita, Tsimikas, Mane og Shaqiri. Virgil van Dijk verður frá út tímabilið og Thiago Alcantara hefur heldur ekkert spilað eftir Everton leikinn. Fabinho er líka ennþá frá og Alex Oxlade-Chamberlain hefur verið meiddur í langan tíma. Mieðsli þeirra Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold eru svo ný af nálinni. Það lítur út fyrir að aðeins þeir Mo Salah, Roberto Firmino, Andy Robertson, Gini Wijnaldum og Diogo Jota hafi verið heilir allan tímann af aðallliðsmönnum liðsins. Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Enski landsliðsmiðvörðurinn Joe Gomez bættist í gær í hóp þeirra fjölmörgu leikmanna Englandsmeistara sem hafa meiðst eða veikst á þessu tímabili. Það eru bara liðnir þrír mánuður af titilvörninni hjá Liverpool en meiðslavandræði liðsins ætla engan endi að taka. Meiðslavandræðin í vörninni gætu reynst erfið fyrir Jürgen Klopp að leysa ekki síst eftir fréttir gærdagsins. Joe Gomez meiddist þá á hné á landsliðsæfingu og Telegraph sagði frá því að leikmaðurinn sjálfur óttist það að hann verði lengi frá keppni. Liverpool er þegar búið að missa miðvörðinn Virgil van Dijk í krossbandsslit. Virgil van Dijk og Joe Gomez spiluðu stóran hluta leikjanna á titiltímabilinu og Joe Gomez hafði fengið stærra hlutverk eftir að hollenski landsliðsmiðvörðurinn datt út. Liverpool þurfti ekki að glíma mikið við meiðsli lykilmanna á síðasta tímabili sem kom sér vel þegar liðið endaði þriggja áratuga bið eftir enska meistaratitlinum. Titilvörnin hefur aftur á móti verið ein stór meiðslamartröð. Alisson Van Dijk Gomez Matip Fabinho Alexander-Arnold Thiago Oxlade-Chamberlain Henderson Keita Mane Tsimikas Shaqirihttps://t.co/0rTBgnzI2A— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Liverpool liðið hefur nú misst þrettán leikmenn á tímabilinu í meiðsli eða kórónuveiruveikindi. Það er því farið að reyna all verulega á breiddina í leikmannahópi Jürgen Klopp. Jürgen Klopp hefur kallað eftir því að það verði aftur leyfðar fimm skiptingar enda er álagið mjög mikið á leikmönnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það þykir nokkuð ljóst að mikill fjöldi meiðsla sé afleiðing miklu meira álags á þessum leikmönnum en álagið var nú ekki lítið fyrir. Kórónuveiran hefur hins vegar þjappað tímabilinu enn meira saman og leikmennirnir eru sem dæmi farnir að spila þrjá leiki í landsleikjaglugganum. Leikmennirnir sem Liverpool liðið hefur misst í meiðsli og veikindi eru Virgil van Dijk, Thiago Alcantara, Fabinho, Joel Matip, Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold, Alex Oxlade-Chamberlain, Alisson Becker, Jordan Henderson, Naby Keita, Kostas Tsimikas, Sadio Mane og Xherdan Shaqiri. Joel Matip er byrjaður aftur að spila eins og þeir Alisson, Henderson, Keita, Tsimikas, Mane og Shaqiri. Virgil van Dijk verður frá út tímabilið og Thiago Alcantara hefur heldur ekkert spilað eftir Everton leikinn. Fabinho er líka ennþá frá og Alex Oxlade-Chamberlain hefur verið meiddur í langan tíma. Mieðsli þeirra Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold eru svo ný af nálinni. Það lítur út fyrir að aðeins þeir Mo Salah, Roberto Firmino, Andy Robertson, Gini Wijnaldum og Diogo Jota hafi verið heilir allan tímann af aðallliðsmönnum liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira