Maguire: Ef þú getur ekki varist fyrirgjöfum þá tapar þú fótboltaleikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2020 23:00 David De Gea og Harry Maguire áttu ekki sinn besta leik í kvöld er Man Utd féll úr leik í Meistaradeild Evrópu. Ash Donelon/Getty Images Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var myrkur í máli er hann ræddi við BT Sport eftir 3-2 tap Man Utd fyrir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Tapið þýðir að United fer ekki áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Við byrjuðum leikinn of hægt, þetta var engan veginn nægilega gott. Við vorum ekki með fyrstu tuttugu mínúturnar. Þeir setja tvær fyrirgjafir inn í vítateig og við ráðum ekki við það,“ sagði Maguire eftir leik. „Við verðum að horfa í eigin barm. Við grófum of djúpa holu. Við komumst nálægt því að koma til baka undir lokin en við byrjuðum leikinn of hægt. Við getum ekki haldið áfram að lenda undir leik eftir leik,“ sagði fyrirliðinn einnig. „Þriðja markið var það sem skipti sköpum en meira að segja 3-0 undir vorum við nálægt því að koma til baka. Ég vill ekki búa til afsakanir. Ef þú getur ekki varist fyrirgjöfum þá taparðu leikjum. Ég vil ekki horfa á skipulagið, það er ekki afsökun.“ „Þetta var erfiður riðill en við töldum að við gætum komist upp úr honum. Það er standardinn hjá þessu félagi. Mér líður ömurlega fyrir hönd allra, við lögðum hart að okkur til að komast í þessa keppni. Sama hvaða riðil við hefðum fengið þá hefði það verið erfitt. Við verðum að gera betur,“ sagði sá enski að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir RB Leipzig komst áfram á kostnað Manchester United RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn. 8. desember 2020 22:10 Bæði lið gengu af velli í París | Myndbönd Upplausn í París þar sem İstanbul Başakşehir var í heimsókn hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið gengu af velli eftir að fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma. 8. desember 2020 20:55 Ronaldo skoraði tvívegis er Juventus pakkaði Barcelona saman Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni. 8. desember 2020 22:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn of hægt, þetta var engan veginn nægilega gott. Við vorum ekki með fyrstu tuttugu mínúturnar. Þeir setja tvær fyrirgjafir inn í vítateig og við ráðum ekki við það,“ sagði Maguire eftir leik. „Við verðum að horfa í eigin barm. Við grófum of djúpa holu. Við komumst nálægt því að koma til baka undir lokin en við byrjuðum leikinn of hægt. Við getum ekki haldið áfram að lenda undir leik eftir leik,“ sagði fyrirliðinn einnig. „Þriðja markið var það sem skipti sköpum en meira að segja 3-0 undir vorum við nálægt því að koma til baka. Ég vill ekki búa til afsakanir. Ef þú getur ekki varist fyrirgjöfum þá taparðu leikjum. Ég vil ekki horfa á skipulagið, það er ekki afsökun.“ „Þetta var erfiður riðill en við töldum að við gætum komist upp úr honum. Það er standardinn hjá þessu félagi. Mér líður ömurlega fyrir hönd allra, við lögðum hart að okkur til að komast í þessa keppni. Sama hvaða riðil við hefðum fengið þá hefði það verið erfitt. Við verðum að gera betur,“ sagði sá enski að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir RB Leipzig komst áfram á kostnað Manchester United RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn. 8. desember 2020 22:10 Bæði lið gengu af velli í París | Myndbönd Upplausn í París þar sem İstanbul Başakşehir var í heimsókn hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið gengu af velli eftir að fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma. 8. desember 2020 20:55 Ronaldo skoraði tvívegis er Juventus pakkaði Barcelona saman Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni. 8. desember 2020 22:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
RB Leipzig komst áfram á kostnað Manchester United RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn. 8. desember 2020 22:10
Bæði lið gengu af velli í París | Myndbönd Upplausn í París þar sem İstanbul Başakşehir var í heimsókn hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið gengu af velli eftir að fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma. 8. desember 2020 20:55
Ronaldo skoraði tvívegis er Juventus pakkaði Barcelona saman Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni. 8. desember 2020 22:00