Færa Gylfi og félagar stuðningsmönnum Everton góða jólagjöf? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2020 11:01 Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið vel með Everton að undanförnu. getty/Tony McArdle Everton tekur á móti Manchester United í síðasta leik átta liða úrslita enska deildabikarsins í kvöld. Bæði lið eru á góðu skriði. Everton og United eru jöfn að stigum í ensku úrvalsdeildinni en báðum liðum hefur gengið vel þar að undanförnu. Everton hefur unnið þrjá góða sigra í röð, á Chelsea, Leicester City og Arsenal, eftir rýra uppskeru í leikjunum þar á undan. United hefur aftur á móti unnið sex af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Einn af þeim sigrum var gegn Everton á Goodison Park, 1-3. Eins og alltaf lenti United undir á útivelli en kom til baka og tryggði sér sigurinn. Bruno Fernandes skoraði tvö mörk fyrir United og Edinson Cavani eitt. Bernard gerði mark Everton. Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið afar vel í síðustu leikjum Everton. Hann skoraði til að mynda sigurmarkið gegn Chelsea og lagði upp sigurmarkið gegn Arsenal. Það gæti þó verið að hann fengi frí í kvöld eins og fleiri lykilmenn liðanna. Leikið er þétt yfir hátíðarnar og liðin verða aftur í eldlínunni á öðrum degi jóla. United sækir þá Leicester heim á meðan Everton fer í heimsókn til Sheffield og mætir þar botnliði ensku úrvalsdeildarinnar. Everton hefur ekki náð langt í deildabikarnum á undanförnum árum og aðeins komist tvisvar í undanúrslit keppninnar á þessari öld. United komst hins vegar í undanúrslit deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði fyrir Manchester City, 2-1 samanlagt. Leikur Everton og Manchester United hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira
Everton og United eru jöfn að stigum í ensku úrvalsdeildinni en báðum liðum hefur gengið vel þar að undanförnu. Everton hefur unnið þrjá góða sigra í röð, á Chelsea, Leicester City og Arsenal, eftir rýra uppskeru í leikjunum þar á undan. United hefur aftur á móti unnið sex af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Einn af þeim sigrum var gegn Everton á Goodison Park, 1-3. Eins og alltaf lenti United undir á útivelli en kom til baka og tryggði sér sigurinn. Bruno Fernandes skoraði tvö mörk fyrir United og Edinson Cavani eitt. Bernard gerði mark Everton. Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið afar vel í síðustu leikjum Everton. Hann skoraði til að mynda sigurmarkið gegn Chelsea og lagði upp sigurmarkið gegn Arsenal. Það gæti þó verið að hann fengi frí í kvöld eins og fleiri lykilmenn liðanna. Leikið er þétt yfir hátíðarnar og liðin verða aftur í eldlínunni á öðrum degi jóla. United sækir þá Leicester heim á meðan Everton fer í heimsókn til Sheffield og mætir þar botnliði ensku úrvalsdeildarinnar. Everton hefur ekki náð langt í deildabikarnum á undanförnum árum og aðeins komist tvisvar í undanúrslit keppninnar á þessari öld. United komst hins vegar í undanúrslit deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði fyrir Manchester City, 2-1 samanlagt. Leikur Everton og Manchester United hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira