Innlent

Dansa til að viðhalda andlegri heilsu á tímum heimsfaraldurs

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Starfsfólk í framlínu í baráttunni við kórónuveiruna hefur tekið upp á því að dansa til að viðhalda andlegri heilsu á tímum heimsfaraldurs.

Viðbragðsaðilar í fullum skrúða taka dansinn upp á myndband og skora á aðra að gera slíkt hið sama en framkvæmdin er að erlendri fyrirmynd. 

Vinnuaðstæður viðbragðsaðila eru gríðarlega krefjandi og álag mikið. Starfsmaður á Covid deild Landspítalans segir að markmiðið með dönsunum sé að viðhalda andlegri heilsu og brjóta upp andlega og líkamlega erfiða vinnudaga.

Sumum myndböndum fylgir leikræn tjáning og kenna manni réttu handtökin við handþvott líkt og sjá má í fréttinni fyrir ofan.

Lögreglan á Suðurnesjum lét sitt ekki eftir liggja en þó má segja að Slökkvilið á Keflavíkurflugvelli hafi lagt allt í sölurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×