Jóhann Berg: „Best case senario“ væri að byrja að spila í ensku úrvalsdeildinni í júní Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 16:30 Jóhann Berg Gudmundsson fagnar marki með Burnley. Getty/Chris Brunskill Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, ræddi um framtíð þessa tímabils í ensku úrvalsdeildinni í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Staðan hjá mér er skrýtin eins og hjá flestum í heiminum í dag. Þetta er ótrúlegir tímar sem við erum að upplifa og það er enginn undantekning hjá okkur í Manchester,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Hann veit ekkert um framhaldið hjá sér. „Það sem mér finnst óþægilegast persónulega er óvissan. Venjulega þegar þú ert í sumarfríi þá veistu hvenær undirbúningstímabilið byrjar og þú átt að byrja að æfa. Þú ert að reyna að halda þér í formi en að sama skapi þá veistu ekki hvenær þú ert að fara að mæta á æfingar,“ sagði Jóhann Berg. „Það er ekkert vitað um framhaldið hér. Það var talað um miðjan apríl en það er ekki að fara að gerast. Ég sé okkur ekki byrja að æfa fyrr en í fyrsta lagi í maí og deildin byrjar þá ekki fyrr en í byrjun júní. Það væri held ég „best case senario“ ef við slettum aðeins,“ sagði Jóhann Berg. „Ef þetta fer eitthvað lengra en það þá verður mjög erfitt að klára deildina,“ sagði Jóhann Berg en hann ætti að vera að laus við öll meiðsli í júní. „Ég er búinn að missa af fótbolta á þessu tímabili og það væri frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu síðustu leiki í deildinni og svo landsleikina. Það væri frábært fyrir mig persónulega en það ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað þá verð ég hundrað prósent klár,“ sagði Jóhann Berg. En hvað með líkurnar á því að tímabilið verði flautað af. „Það eru gríðarlega tekjur sem úrvalsdeildin er að þéna og þeir myndu tapa svakalegum peningum á því. Ég held að það sé algjörlega síðasta sort hjá þeim að fara að fresta þessari deild. Þeir vilja auðvitað klára hana og það verður að ráðast hvernig það verður gert. Það væri hægt að klára þessa níu leiki á fjórum vikum ef það væri spilað mjög þétt,“ sagði Jóhann Berg. „Leikmenn myndu láta sig hafa það að klára tímabilið og auðvitað er það æskilegt. Það yrði hræðilegt fyrir liðin sem eru að koma upp í deildina og sama skapi fyrir Liverpool ef þessu yrði öllu slaufað. Það yrði hrikalegt fyrir úrvalsdeildina og bara fyrir fótbolta alls staðar. Maður veit ekki neitt en vill klára þetta,“ sagði Jóhann Berg. Viðtalið við Jóhann Berg má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, ræddi um framtíð þessa tímabils í ensku úrvalsdeildinni í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Staðan hjá mér er skrýtin eins og hjá flestum í heiminum í dag. Þetta er ótrúlegir tímar sem við erum að upplifa og það er enginn undantekning hjá okkur í Manchester,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Hann veit ekkert um framhaldið hjá sér. „Það sem mér finnst óþægilegast persónulega er óvissan. Venjulega þegar þú ert í sumarfríi þá veistu hvenær undirbúningstímabilið byrjar og þú átt að byrja að æfa. Þú ert að reyna að halda þér í formi en að sama skapi þá veistu ekki hvenær þú ert að fara að mæta á æfingar,“ sagði Jóhann Berg. „Það er ekkert vitað um framhaldið hér. Það var talað um miðjan apríl en það er ekki að fara að gerast. Ég sé okkur ekki byrja að æfa fyrr en í fyrsta lagi í maí og deildin byrjar þá ekki fyrr en í byrjun júní. Það væri held ég „best case senario“ ef við slettum aðeins,“ sagði Jóhann Berg. „Ef þetta fer eitthvað lengra en það þá verður mjög erfitt að klára deildina,“ sagði Jóhann Berg en hann ætti að vera að laus við öll meiðsli í júní. „Ég er búinn að missa af fótbolta á þessu tímabili og það væri frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu síðustu leiki í deildinni og svo landsleikina. Það væri frábært fyrir mig persónulega en það ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað þá verð ég hundrað prósent klár,“ sagði Jóhann Berg. En hvað með líkurnar á því að tímabilið verði flautað af. „Það eru gríðarlega tekjur sem úrvalsdeildin er að þéna og þeir myndu tapa svakalegum peningum á því. Ég held að það sé algjörlega síðasta sort hjá þeim að fara að fresta þessari deild. Þeir vilja auðvitað klára hana og það verður að ráðast hvernig það verður gert. Það væri hægt að klára þessa níu leiki á fjórum vikum ef það væri spilað mjög þétt,“ sagði Jóhann Berg. „Leikmenn myndu láta sig hafa það að klára tímabilið og auðvitað er það æskilegt. Það yrði hræðilegt fyrir liðin sem eru að koma upp í deildina og sama skapi fyrir Liverpool ef þessu yrði öllu slaufað. Það yrði hrikalegt fyrir úrvalsdeildina og bara fyrir fótbolta alls staðar. Maður veit ekki neitt en vill klára þetta,“ sagði Jóhann Berg. Viðtalið við Jóhann Berg má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira