Fótbolti

Leikmenn skyldaðir til að spila með andlitsgrímur?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Æfingar hófust hjá Bayern Munchen í vikunni.
Æfingar hófust hjá Bayern Munchen í vikunni. Vísir/getty

Þjóðverjar stefna á að verða á meðal fyrstu þjóða Evrópu til að hefja deildarkeppni í fótbolta á nýjan leik eftir kórónaveirufaraldurinn og horfa forráðamenn þýska knattspyrnusambandsins til þess að keppni í þýsku úrvalsdeildinni geti hafist þann 9.maí næstkomandi.

Þýsk stjórnvöld hafa enn ekki gefið samþykki fyrir því og er nú leitað ýmissa leiða til að sannfæra stjórnvöld um að hægt sé að byrja að spila fótbolta.

Samkvæmt heimildum þýska fjölmiðilsins Der Spiegel er stefnt að því að leikmenn muni leika með andlitsgrímur fyrst um sinn. 

Um er að ræða andlitsgrímur sem þurfa að þola þau átök og návígi sem fylgja keppni  í knattspyrnu auk þess sem leikmenn mega ekki snerta grímurnar með höndunum. Einnig þyrftu leikmenn að skipta um grímu á 15 mínútna fresti. 

Samkvæmt sömu heimildum hafa leikmenn deildarinnar ekki verið hafðir með í ráðum varðandi þessa ráðstöfun og talið alls óvíst hvort þeir séu tilbúnir að spila með grímur.

Þýsk úrvalsdeildarlið hófu æfingar fyrr í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×