Innlent

Svar til Alcan ekki mál ríkisstjórnar

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sér enga ástæðu til þess að ríkisstjórnin skipti sér af því hvernig Landsvirkjun svarar ósk Alcan um framlengingu á raforkusamningi sem gerður var vegna stækkunar í Straumsvík. Ráðherrann segir þetta mál fyrirtækjanna. Svarið gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu á næstu árum.

Alcan-menn voru í fundi Þorlákshöfn í gær með fulltrúum sveitarfélagsins Ölfuss og stefna að fundi með fulltrúum Voga á Vatnsleysuströnd í vikunni. Tilgangurinn er að geta kynnt Landsvirkjun fyrir vikulok raunhæfa áætlun um hvernig Alcan hyggist nýta raforku Þjórsárvirkjana sem ætlað var að nota í stækkuðu álveri í Straumsvík.

Eftir að Hafnfirðingar höfnuðu stækkun er líklegast að Alcan velji að reisa nýtt álver, annaðhvort í Þorlákshöfn eða á Keilisnesi. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra fer nú með eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun en svarið sem fyrirtækið mun veita Alcan leggur línurnar um það hvort og hvænær ráðist verður í miklar virkjana- og álversframkvæmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×