Íslenski boltinn

Umfjöllun: Jafnt í Vígslunni er presturinn blessaði völlinn

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Það var þéttsetið á nýja Sparisjóðvellinum í kvöld þegar að Keflvíkingar vígðu nýja völlinn sinn og gátu loksins spilað sinn fyrsta alvöru heimaleik í sumar. Liðin sættust á jafntefli í þessum glæsilega vígsluleik en bæði lið fengu góð tækifæri til að gera útum leikinn. Það vakti athygli að fyrir leik birtist prestur á miðjum velli sem blessaði völlinn fyrir heimamenn. Keflvíkingar opnuðu nýja völlinn með látum en Guðmundur Steinarsson opnaði markareikning sinn á nýja Sparisjóðsvellinum með hörku skoti sem Gunnleifur Gunnleifsson réði ekki og heimamenn í góðri stöðu eftir hálftíma. Stuttu síðar fengu gestirnir kjörið tækifæri til að jafna leikinn en Atli Guðnason var felldur innan vítateigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Tommy Nielsen fór á punktinn og þrumaði boltanum himinhátt yfir markið. FH-ingar vildu fá aðra vítaspyrnu rétt undir lok fyrrihálfleiks en þá fór boltinn í hendina á Einari Orra Einarssyni leikmanni Keflavíkur. Erlendur Eiríksson dómari leiksins sá ekkert athugavert við atvikið og lét leikinn halda áfram. Staðan var 1-0 í hálfleik heimamönnum í vil. Síðari hálfleikur var mjög fjörugur og jöfnuðu gestirnir eftir klukkutíma leik. Þar var að verki Ólafur Páll Snorrason sem skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Bæði lið fengu tækifæri til að klára leikinn en nýttu sér það ekki og jafntefli niðurstaðan í fyrsta heimaleik Keflvíkinga á Sparisjóðsvellinum í sumar. Keflavík-FH 1-1 (1-0) 1-0 Guðmundur Steinarsson (27.) 1-1 Ólafur Páll Snorrason (61.) Skot (á mark): 12-16 (7-7) Varin skot: Ómar 5 - Gunnleifur 6 Horn: 7-11 Aukaspyrnur fengnar: 10-5 Rangstöður: 3-2 Áhorfendur: 2170 Dómari: Erlendur Eiríksson 5 Keflavík (4-5-1) Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 (65,. Jóhann Birnir Guðmundsson 6 ) Einar Orri Einarsson 6 Paul McShane 6 (59,. Brynjar Guðmundsson 6 ) Hólmar Örn Rúnarsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 7 - Maður leiksins Magnús Þórir Matthíasson 6 (88,. Ómar Karl Sigurðsson -) FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnlaugsson 7 Guðmundur Sævarsson 6 Hafþór Þrastarson 6 Tommy Nielsen 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 Pétur Viðarsson 5 Björn Daníel Sverrisson 6 Matthías Vilhjálmsson 6 Atli Guðnason 6 Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 5 (73,. Bjarki Gunnlaugsson 5 )



Fleiri fréttir

Sjá meira


×