Arsenal náði 1-1 jafntefli í fyrri leik liðsins gegn Benfica í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Molde gerðu 3-3 jafntefli við Hoffenheim. Hér að neðan má sjá önnur úrslit kvöldsins.
Leikurinn Benfica og Arsenal fór fram í Róm vegna ferðatakmarkanna sökum kórónufaraldursins. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Pierre-Emerick Aubameyang brenndi af sannkölluðu dauðafæri fyrir Arsenal.
Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu „heimamenn“ umdeilda vítaspyrnu þar sem boltinn fór í hönd varnarmanns Arsenal af stuttu færi. Pizzi fór á punktinn og kom Benfica yfir.
Arsenal brunaði í sókn og Bukayo Saka jafnaði metin eftir sendingu Cedric Soares skömmu síðar. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Arsenal því í ágætis málum fyrir síðari leik liðanna á Emirates-vellinum í Lundúnum að viku liðinni.
Björn Bergmann byrjaði frammi hjá Molde er liðið náði ótrúlegu 3-3 jafntefli gegn Hoffenheim á heimavelli eftir að lenda 3-1 undir. Björn Bergmann spilaði 65 mínútur.
PAUSE: Molde - Hoffenheim | 1-3#UEL Foto: Reuters pic.twitter.com/2bUHO1WVGG
— Molde Fotballklubb (@Molde_FK) February 18, 2021
Önnur úrslit
Granada 2-0 Napoli
Lille 1-2 Ajax
Maccabi Tel Aviv 0-2 Shakhtar Donetsk
Royal Antwerp 3-4 Rangers
Salzburg 0-2 Villareal