Sakar Íran um árás á flutningaskip Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2021 10:43 Benamjin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AP/Yediot Ahronot Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. Skipið MV Helios Ray varð fyrir einhvers konar sprengingu í síðustu viku sem gataði báðar hliðar skipsins. Engan sakaði í atvikinu en Netanjahú segir nú að ljóst sé að Íranir hafi gert þessa árás. Hann hefur þó ekki opinberað sönnunargögn fyrir þessum ásökunum. „Íran er stærsti óvinur Ísraels. Ég er staðráðinn í að stöðva ríkið,“ sagði Netanjahú og sagði hann Ísrael standa í hárinu á Íran víðsvegar um svæðið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Forsætisráðherrann var spurður hvort að ríkisstjórn hans myndi svara sérstaklega fyrir þessa árás, vísaði hann aftur í að Ísraelar væru að standa í hárinu á þeim víða. Utanríkisráðuneyti Írans segir að Íranir hafi ekki komið að árásinni á skipið og talsmaður ráðuneytisins segir Netanjahú vera með þráhyggju gagnvart Íran. Times of Israel segir Netanjahú hafa sömuleiðis staðhæft að ráðamönnum í Íran yrði ekki leyft að koma upp kjarnorkuvopnum. Forsætisráðherra sagðist hafa gert ríkisstjórn Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, ljóst hver afstaða hans væri. Ómanflói fer um Hormuzsund og er það mikilvæg flutningaleið fyrir olíu frá Mið-Austurlöndum. Árið 2019 sökuðu Bandaríkin Írani um að nota segulmagnaðar sprengjur til að gera árásir á nokkur olíuflutningaskip í flóanum. Enn er ekki ljóst hvað olli sprengingunni í Helios Ray en miðað við fregnir fjölmiðla í Ísrael er bæði talið mögulegt að eldflaug hafi verið skotið á skipið og að sérsveitarmenn á litlum bátum hafi komið sprengjum fyrir utan á skipinu. Ísrael Íran Tengdar fréttir Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Segir Fakhrizadeh hafa verið skotinn af gervigreind með fjarstýrðri vélbyssu Ráðamenn í Íran segja að kjarnorkuvísindamaðurinn Mohsen Fakhrizadeh hafi verið skotinn til bana með fjarstýrði vélbyssu. Fjölmiðill í Íran hefur eftir herforingjanum Ali Fadavi að vélbyssunni hafi verið stýrt með gerivgreind. 7. desember 2020 15:26 Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. 28. nóvember 2020 07:40 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Skipið MV Helios Ray varð fyrir einhvers konar sprengingu í síðustu viku sem gataði báðar hliðar skipsins. Engan sakaði í atvikinu en Netanjahú segir nú að ljóst sé að Íranir hafi gert þessa árás. Hann hefur þó ekki opinberað sönnunargögn fyrir þessum ásökunum. „Íran er stærsti óvinur Ísraels. Ég er staðráðinn í að stöðva ríkið,“ sagði Netanjahú og sagði hann Ísrael standa í hárinu á Íran víðsvegar um svæðið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Forsætisráðherrann var spurður hvort að ríkisstjórn hans myndi svara sérstaklega fyrir þessa árás, vísaði hann aftur í að Ísraelar væru að standa í hárinu á þeim víða. Utanríkisráðuneyti Írans segir að Íranir hafi ekki komið að árásinni á skipið og talsmaður ráðuneytisins segir Netanjahú vera með þráhyggju gagnvart Íran. Times of Israel segir Netanjahú hafa sömuleiðis staðhæft að ráðamönnum í Íran yrði ekki leyft að koma upp kjarnorkuvopnum. Forsætisráðherra sagðist hafa gert ríkisstjórn Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, ljóst hver afstaða hans væri. Ómanflói fer um Hormuzsund og er það mikilvæg flutningaleið fyrir olíu frá Mið-Austurlöndum. Árið 2019 sökuðu Bandaríkin Írani um að nota segulmagnaðar sprengjur til að gera árásir á nokkur olíuflutningaskip í flóanum. Enn er ekki ljóst hvað olli sprengingunni í Helios Ray en miðað við fregnir fjölmiðla í Ísrael er bæði talið mögulegt að eldflaug hafi verið skotið á skipið og að sérsveitarmenn á litlum bátum hafi komið sprengjum fyrir utan á skipinu.
Ísrael Íran Tengdar fréttir Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Segir Fakhrizadeh hafa verið skotinn af gervigreind með fjarstýrðri vélbyssu Ráðamenn í Íran segja að kjarnorkuvísindamaðurinn Mohsen Fakhrizadeh hafi verið skotinn til bana með fjarstýrði vélbyssu. Fjölmiðill í Íran hefur eftir herforingjanum Ali Fadavi að vélbyssunni hafi verið stýrt með gerivgreind. 7. desember 2020 15:26 Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. 28. nóvember 2020 07:40 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02
Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50
Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06
Segir Fakhrizadeh hafa verið skotinn af gervigreind með fjarstýrðri vélbyssu Ráðamenn í Íran segja að kjarnorkuvísindamaðurinn Mohsen Fakhrizadeh hafi verið skotinn til bana með fjarstýrði vélbyssu. Fjölmiðill í Íran hefur eftir herforingjanum Ali Fadavi að vélbyssunni hafi verið stýrt með gerivgreind. 7. desember 2020 15:26
Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. 28. nóvember 2020 07:40