Innlent

Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald hafnað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona var aðkoman á þriðjudagsmorgun þegar Svala Lind ætlaði að setjast upp í bílinn sinn.
Svona var aðkoman á þriðjudagsmorgun þegar Svala Lind ætlaði að setjast upp í bílinn sinn.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri. Krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar meðal annars meint brot mannsins gegn nálgunarbanni.

Karlmaðurinn var handtekinn í gær grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni og framið eignaspjöll á bíl móður ungs karlmanns. Mæðginin hafa sætt hótunum frá manninum undanfarna mánuði.

Móðirin, Svala Lind Ægisdóttir, lýsti þriggja mánaða martröð sinni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Þeirra á meðal skemmdaverkum á bíl hennar á þriðjudagsmorgun.

„Nóttin mín var þannig að lögregla keyrði fram hjá húsinu mínu á fimm mínútna fresti liggur við. Ég vakti í alla nótt til þes að vera viðbúin ef eitthvað gerist. Ég veit ekkert hvort ég fái þennan mann inn á gólf til mín. Ég vil ekki vakna við það. Vil vera vakandi og tilbúin,“ sagði Svala Lind.

Á heimsíðu lögreglunnar kemur fram að lögregla hafi kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Karlmaðurinn var yfirheyrður í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×