Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 11:32 Sigvaldi er yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann ítrekar að leiðin að gossvæðinu geti verið erfið yfirferðar. Vísir/Samsett Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. Sigvaldi Arnar Lárusson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir hafa verið margt um manninn á svæðinu í gær. Þá var talsverð umferð um svæðið í morgun og á þriðja hundrað bílar á Suðurstrandarvegi á tíunda tímanum. „Mér sýnist svona við talningu sem er gerð fyrir ekki löngu síðan, þá er 251 bíll á Suðurstrandarveginum,“ sagði Sigvaldi við fréttastofu í morgun. Lokað fyrir umferð klukkan eitt Lokað verður fyrir umferð að gossvæðinu klukkan eitt í dag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tók ákvörðun um það eftir samráðsfund með viðbragðsaðilum. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnsyni, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg, er ástæðan versnandi veðurskilyrði á svæðinu. Í kjölfar lokunarinnar verður ráðist í að rýma svæðið við gosstöðvarnar. Fólk taki nesti, vasaljós og batterí Sigvaldi hvetur fólk sem hyggst ferðast í Geldingadali á næstunni að vera vel búið. Um sé að ræða fjallgöngu að vetrarlagi, en ekki léttan göngutúr. „Þetta er náttúrulega bara fjalllendi og fólk þarf að vera mjög vel búið. Það þýðir ekkert að ætla sér að taka bara einhverja síðdegisgöngu upp að þessu eftir ísrúntinn. Þetta er bara vetrarfærð og í gærkvöldi var þetta bara til dæmis mannbroddafæri þarna upp að.“ Sigvaldi ítrekar fyrir fólki að taka með sér nesti, vasaljós og jafnvel auka hleðslu fyrir síma sína. Lögregla leitaði í nótt að konu á svæðinu sem hafði orðið viðskila við gönguhóp sinn laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Að sögn Sigvalda var konan köld og í geðshræringu þegar hún fannst á fimmta tímanum í nótt. Hún hafi þó, sem betur fer, komið í leitirnar. „Það er svo mikið myrkur að vasaljós er bara nauðsynlegt þarna. Það er mikið myrkur og veðrið breytist fljótt. Það er mjög auðvelt að tapa áttum,“ segir Sigvaldi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Sigvaldi Arnar Lárusson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir hafa verið margt um manninn á svæðinu í gær. Þá var talsverð umferð um svæðið í morgun og á þriðja hundrað bílar á Suðurstrandarvegi á tíunda tímanum. „Mér sýnist svona við talningu sem er gerð fyrir ekki löngu síðan, þá er 251 bíll á Suðurstrandarveginum,“ sagði Sigvaldi við fréttastofu í morgun. Lokað fyrir umferð klukkan eitt Lokað verður fyrir umferð að gossvæðinu klukkan eitt í dag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tók ákvörðun um það eftir samráðsfund með viðbragðsaðilum. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnsyni, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg, er ástæðan versnandi veðurskilyrði á svæðinu. Í kjölfar lokunarinnar verður ráðist í að rýma svæðið við gosstöðvarnar. Fólk taki nesti, vasaljós og batterí Sigvaldi hvetur fólk sem hyggst ferðast í Geldingadali á næstunni að vera vel búið. Um sé að ræða fjallgöngu að vetrarlagi, en ekki léttan göngutúr. „Þetta er náttúrulega bara fjalllendi og fólk þarf að vera mjög vel búið. Það þýðir ekkert að ætla sér að taka bara einhverja síðdegisgöngu upp að þessu eftir ísrúntinn. Þetta er bara vetrarfærð og í gærkvöldi var þetta bara til dæmis mannbroddafæri þarna upp að.“ Sigvaldi ítrekar fyrir fólki að taka með sér nesti, vasaljós og jafnvel auka hleðslu fyrir síma sína. Lögregla leitaði í nótt að konu á svæðinu sem hafði orðið viðskila við gönguhóp sinn laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Að sögn Sigvalda var konan köld og í geðshræringu þegar hún fannst á fimmta tímanum í nótt. Hún hafi þó, sem betur fer, komið í leitirnar. „Það er svo mikið myrkur að vasaljós er bara nauðsynlegt þarna. Það er mikið myrkur og veðrið breytist fljótt. Það er mjög auðvelt að tapa áttum,“ segir Sigvaldi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37
Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01
Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57