Karólína hóf leik á varamannabekk Bayern þegar liðið heimsótti Duisburg í þýsku Bundesligunni í dag.
Karólínu var skipt inná fyrir þýsku landsliðskonuna Leu Schuller eftir rúmlega klukkutíma leik en þá var staðan orðin 0-4 fyrir Bayern.
Með Karólínu inná vellinum tókst Bæjurum að auka við forystuna og lauk leiknum með 0-6 sigri Bayern sem hefur fimm stiga forystu á Wolfsburg á toppi deildarinnar þegar sex leikjum er ólokið.