Einkunnir Íslands á móti Liechtenstein: Birkir Már og Birkir Bjarna bestir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 21:02 Birkir Bjarnason fagnar markinu sínu í kvöld en þau höfðu vel getað orðið þrjú. Getty/DeFodi Images Íslenska karlalandsliðið vann þægilegan 4-1 sigur á Liechtenstein eftir árangursríka og einbeitta nálgun á verkefnið í Ölpunum í kvöld. Vísir hefur farið yfir frammistöðu íslensku strákana. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið á blað í undankeppni HM 2022 og undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar eftir öruggan sigur í Liechtenstein í kvöld. Íslenska liðið tók völdin strax og mark snemma létti mikið af pressunni. Eftir töp í fyrstu tveimur leikjununm skiptu stigin þrjú öllu máli og eftir annað markið undir lok fyrri hálfleiks var nokkuð ljóst að þau voru öll á leiðinni til Íslands. Íslenska landsliðið komst í 3-0 en fékk því miður á sig mjög klaufalegt mark sem var algjör óþarfi í leik sem þessum. Íslenska liðið bætti við fjórða markinu og afgreiddi verkefnið fagmannlega. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku leikmenninir stóðu sig á móti Liechtenstein í kvöld. Einkunnagjöf Íslands á móti Liechtenstein Byrjunarliðið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 4 Hafði lítið sem ekkert að gera í þessum leik og var lengstum vel vakandi í markinu, bæði þegar boltinn kom aftur á hann en einnig í nokkrum hættulitlum skotum Liechtenstein. Eyðilagði kvöldið fyrir sér með því að fá mark á sig beint úr hornspyrnu. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Góði gamli vindurinn þeyttist upp kantinn allan leikinn. Skoraði laglegt skallamark í byrjun leiks sem létti mikið pressunni af íslenska liðinu. Var alltaf tilbúinn að taka bjóða sig með hlaupum sínum. Getur enn gefið þessu landsliði mikið. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Þægilegur dagur á skrifstofunni hjá miðverðinum sem hefur ekki fengið neitt frí þessa viku. Gerði engin mistök og stóð vaktina vel. Vann boltann oft og var skynsamur í sínum ákvörðunum. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6 Komst ágætlega frá þessum leik. Fékk oft mikið boltann en áttaði sig fljótlega á því að leyfa miðjumönnunum að sjá um löngu sendingarnar fram völlinn. Fékk algjört dauðafæri til að skora sitt fyrsta landsliðsmark í keppnisleik en skaut yfir. Átti að gera miklu betur þar.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Var í yfirvinnu að dæla boltanum fyrir og lagði upp fyrsta markið með frábærri fyrirgjöf. Það var ekki mikið álag á honum í varnarleiknum en þeim mun meira að gera í að koma boltanum inn í teig. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængmaður 7 Fékk tvö mjög góð skotfæri en hitti því miður ekki markið. Var maðurinn sem braut upp leikinn fyrir íslenska liðið. Gerði oft mjög vel í að færa boltann á milli kanta eins og skapaði tækifæri fyrir Hörð Björgvin Magnússon til að leggja upp fyrsta markið. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Var mikið í boltanum frá fyrstu mínútu og stýrði sóknarleik íslenska liðsins. Gerði vel í að halda spilinu gangandi. Átti frábæra fyrirgjöf sem bjó til annað markið. Fór af velli í hálfleik enda búinn að spila tvo heila leiki á síðustu dögum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Birkir skoraði eitt mark en átti jafnvel að skora þrennu. Var stórhættulegur frá fyrstu mínútu og það sást langar leiðir að hann ætlaði sér að skora í þessum leik. Markið hans kom undir lok fyrri hálfleiks eftir klassískt hlaup hans inn í teig en Birkir fékk líka frábært gott færi í teignum í upphafi leiks sem og annað í seinni hálfleik. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 7 Tapaði varla návígi eða skallaeinvígi allan leikinn og kórnaði yfirburði sína í loftinu með því að skora laglegt skallamark eftir aukaspyrnu. Arnór Ingvi Traustason, vinstri vængmaður 7 Gerði mjög vel í að leggja upp annað markið fyrir Birki Bjarnason og var einnig nálægt því að þræða sig í gegnum vörn Liechtenstein í seinni hálfleik. Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji 6 Komst ágætlega frá sínum fyrsta landsleik. Hélt þremur miðvörðum Liechtenstein við efnið og skapaði með því pláss fyrir aðra leikmenn liðsins. Hefði mátt koma sér í betri færi og nýta betur sitt eina alvöru skotfæri. Vantaði að búa til mark fyrir íslenska liðið. Varamenn: Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á fyrir Aron Einar á 46. mínútu 7 Kom inná fyrir fyrirliðann í hálfleik en tók stöðu Guðlaugs Victors framar á vellinum því Victor færði sig aftar. Gerði vel í að fiska vítaspyrnu undir lok leiksins. Tók vítið sjálfur og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í meira en átta ár.Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Svein Aron á 63.. mínútu 6 Lét vel finna fyrir sér meðan hann var inn á vellinum og var oft nálægt því að koma sérí góð færi. Skoraði mark en það var réttilega dæmt af.Arnór Sigurðsson kom inn á fyrir Jóhann Berg á 63. mínútu 6 Komst ágætlega frá sínu. Var oft í boltanum og kom að uppbyggingu nokkurra góðra sókna. Fékk gott færi sem hann hefði átt að nýta.Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 72. mínútu Spilaði of lítiðLagði upp þriðja markið úr aukaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur með laglegum hætti.Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Ingva á 81. mínútu Spilaði of lítið HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið á blað í undankeppni HM 2022 og undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar eftir öruggan sigur í Liechtenstein í kvöld. Íslenska liðið tók völdin strax og mark snemma létti mikið af pressunni. Eftir töp í fyrstu tveimur leikjununm skiptu stigin þrjú öllu máli og eftir annað markið undir lok fyrri hálfleiks var nokkuð ljóst að þau voru öll á leiðinni til Íslands. Íslenska landsliðið komst í 3-0 en fékk því miður á sig mjög klaufalegt mark sem var algjör óþarfi í leik sem þessum. Íslenska liðið bætti við fjórða markinu og afgreiddi verkefnið fagmannlega. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku leikmenninir stóðu sig á móti Liechtenstein í kvöld. Einkunnagjöf Íslands á móti Liechtenstein Byrjunarliðið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 4 Hafði lítið sem ekkert að gera í þessum leik og var lengstum vel vakandi í markinu, bæði þegar boltinn kom aftur á hann en einnig í nokkrum hættulitlum skotum Liechtenstein. Eyðilagði kvöldið fyrir sér með því að fá mark á sig beint úr hornspyrnu. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Góði gamli vindurinn þeyttist upp kantinn allan leikinn. Skoraði laglegt skallamark í byrjun leiks sem létti mikið pressunni af íslenska liðinu. Var alltaf tilbúinn að taka bjóða sig með hlaupum sínum. Getur enn gefið þessu landsliði mikið. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Þægilegur dagur á skrifstofunni hjá miðverðinum sem hefur ekki fengið neitt frí þessa viku. Gerði engin mistök og stóð vaktina vel. Vann boltann oft og var skynsamur í sínum ákvörðunum. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6 Komst ágætlega frá þessum leik. Fékk oft mikið boltann en áttaði sig fljótlega á því að leyfa miðjumönnunum að sjá um löngu sendingarnar fram völlinn. Fékk algjört dauðafæri til að skora sitt fyrsta landsliðsmark í keppnisleik en skaut yfir. Átti að gera miklu betur þar.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Var í yfirvinnu að dæla boltanum fyrir og lagði upp fyrsta markið með frábærri fyrirgjöf. Það var ekki mikið álag á honum í varnarleiknum en þeim mun meira að gera í að koma boltanum inn í teig. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængmaður 7 Fékk tvö mjög góð skotfæri en hitti því miður ekki markið. Var maðurinn sem braut upp leikinn fyrir íslenska liðið. Gerði oft mjög vel í að færa boltann á milli kanta eins og skapaði tækifæri fyrir Hörð Björgvin Magnússon til að leggja upp fyrsta markið. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Var mikið í boltanum frá fyrstu mínútu og stýrði sóknarleik íslenska liðsins. Gerði vel í að halda spilinu gangandi. Átti frábæra fyrirgjöf sem bjó til annað markið. Fór af velli í hálfleik enda búinn að spila tvo heila leiki á síðustu dögum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Birkir skoraði eitt mark en átti jafnvel að skora þrennu. Var stórhættulegur frá fyrstu mínútu og það sást langar leiðir að hann ætlaði sér að skora í þessum leik. Markið hans kom undir lok fyrri hálfleiks eftir klassískt hlaup hans inn í teig en Birkir fékk líka frábært gott færi í teignum í upphafi leiks sem og annað í seinni hálfleik. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 7 Tapaði varla návígi eða skallaeinvígi allan leikinn og kórnaði yfirburði sína í loftinu með því að skora laglegt skallamark eftir aukaspyrnu. Arnór Ingvi Traustason, vinstri vængmaður 7 Gerði mjög vel í að leggja upp annað markið fyrir Birki Bjarnason og var einnig nálægt því að þræða sig í gegnum vörn Liechtenstein í seinni hálfleik. Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji 6 Komst ágætlega frá sínum fyrsta landsleik. Hélt þremur miðvörðum Liechtenstein við efnið og skapaði með því pláss fyrir aðra leikmenn liðsins. Hefði mátt koma sér í betri færi og nýta betur sitt eina alvöru skotfæri. Vantaði að búa til mark fyrir íslenska liðið. Varamenn: Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á fyrir Aron Einar á 46. mínútu 7 Kom inná fyrir fyrirliðann í hálfleik en tók stöðu Guðlaugs Victors framar á vellinum því Victor færði sig aftar. Gerði vel í að fiska vítaspyrnu undir lok leiksins. Tók vítið sjálfur og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í meira en átta ár.Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Svein Aron á 63.. mínútu 6 Lét vel finna fyrir sér meðan hann var inn á vellinum og var oft nálægt því að koma sérí góð færi. Skoraði mark en það var réttilega dæmt af.Arnór Sigurðsson kom inn á fyrir Jóhann Berg á 63. mínútu 6 Komst ágætlega frá sínu. Var oft í boltanum og kom að uppbyggingu nokkurra góðra sókna. Fékk gott færi sem hann hefði átt að nýta.Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 72. mínútu Spilaði of lítiðLagði upp þriðja markið úr aukaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur með laglegum hætti.Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Ingva á 81. mínútu Spilaði of lítið
HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira