Zlatan sagður brjóta siðareglur FIFA og gæti fengið langt bann Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2021 12:01 Zlatan lék með sænska landsliðinu gegn Georgíu og Kósovó í undankeppni HM í lok síðasta mánaðar. EPA/Janerik Henriksson Zlatan Ibrahimovic gæti átt yfir höfði sér háa sekt og langt keppnisbann fyrir brot á siðareglum FIFA. Þetta fullyrðir sænski miðillinn Aftonbladet í dag. Zlatan, sem sneri aftur í sænska landsliðið í síðasta mánuði, er sagður hafa brotið siðareglur FIFA með því að vera hluthafi í veðmálafyrirtækinu Bethard. Í siðareglunum kemur skýrt fram að leikmenn megi ekki, með beinum né óbeinum hætti, eiga hlut í veðmálafyrirtæki sem bjóði upp á veðmál tengd fótboltaleikjum. Bethard bauð meðal annars upp á veðmál tengd landsleikjum Svíþjóðar gegn Georgíu og Kósovó í síðasta mánuði, og veðmál tengd leikjum AC Milan. Zlatan hefur því spilað fjölda leikja sem fyrirtækið sem hann á hlut í hagnast á að fólk veðji á. Samkvæmt siðareglum FIFA gæti Zlatan fengið bann frá fótbolta í allt að þrjú ár, sem og sekt upp á tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Mátti ekki spila á HM Aftonbladet segir að í gegnum félag sitt, Unknown AB, hafi Zlatan orðið meðeigandi í Bethard árið 2018. Þess vegna hefði hann ekki átt möguleika á að snúa aftur í landsliðið og fara á HM í Rússlandi það ár, jafnvel þó að hann hefði viljað það. Nú þegar Zlatan er aftur farinn að spila landsleiki, sem eru á vegum FIFA, kannaði Aftonbladet hvort að afskiptum hans af Bethard væri lokið. Svo reyndist ekki vera. Framkvæmdastjóri Bethard, Erik Skarp, staðfesti það í tölvupósti að Zlatan ætti enn hlut í fyrirtækinu. Aftonbladet segir að félag Zlatans eigi 10 prósenta hlut í Gameday Group PLC, sem sé eini eigandi Bethard. Hagnaður Bethard eftir skatt, á árinu 2019, nam samkvæmt sænska miðlinum tæplega 4,5 milljörðum íslenskra króna. Fótbolti HM 2022 í Katar Svíþjóð Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Zlatan, sem sneri aftur í sænska landsliðið í síðasta mánuði, er sagður hafa brotið siðareglur FIFA með því að vera hluthafi í veðmálafyrirtækinu Bethard. Í siðareglunum kemur skýrt fram að leikmenn megi ekki, með beinum né óbeinum hætti, eiga hlut í veðmálafyrirtæki sem bjóði upp á veðmál tengd fótboltaleikjum. Bethard bauð meðal annars upp á veðmál tengd landsleikjum Svíþjóðar gegn Georgíu og Kósovó í síðasta mánuði, og veðmál tengd leikjum AC Milan. Zlatan hefur því spilað fjölda leikja sem fyrirtækið sem hann á hlut í hagnast á að fólk veðji á. Samkvæmt siðareglum FIFA gæti Zlatan fengið bann frá fótbolta í allt að þrjú ár, sem og sekt upp á tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Mátti ekki spila á HM Aftonbladet segir að í gegnum félag sitt, Unknown AB, hafi Zlatan orðið meðeigandi í Bethard árið 2018. Þess vegna hefði hann ekki átt möguleika á að snúa aftur í landsliðið og fara á HM í Rússlandi það ár, jafnvel þó að hann hefði viljað það. Nú þegar Zlatan er aftur farinn að spila landsleiki, sem eru á vegum FIFA, kannaði Aftonbladet hvort að afskiptum hans af Bethard væri lokið. Svo reyndist ekki vera. Framkvæmdastjóri Bethard, Erik Skarp, staðfesti það í tölvupósti að Zlatan ætti enn hlut í fyrirtækinu. Aftonbladet segir að félag Zlatans eigi 10 prósenta hlut í Gameday Group PLC, sem sé eini eigandi Bethard. Hagnaður Bethard eftir skatt, á árinu 2019, nam samkvæmt sænska miðlinum tæplega 4,5 milljörðum íslenskra króna.
Fótbolti HM 2022 í Katar Svíþjóð Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira