Þrumufleygur Foden skaut Guardiola loksins í undanúrslitin Anton Ingi Leifsson skrifar 14. apríl 2021 20:51 Phil Foden og Kyle Walker fagna sigurmarkinu á Signal Iduna Park í kvöld. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Manchester City er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti undir stjórn Pep Guardiola eftir annan 2-1 sigur á Borussia Dortmund. City vann fyrri leikinn á Englandi 2-1 og vann því einvígið samanlagt 4-2. City mætir PSG í undanúrslitunum en fyrri leikurinn fer fram í Frakklandi 27. eða 28. apríl og síðari leikurinn á Englandi viku síðar. Það voru heimamenn í Dortmund sem komust yfir. Erling Braut Håland kom þá boltanum á hinn unga Englending, Jude Bellingham, sem skoraði með frábæru marki á sextándu mínútu. Jude Bellingham is the youngest English player in Champions League history to score a goal in the #UCLDortmund might have to retire his shirt as well. 😉 pic.twitter.com/qfFT3SD8n9— William Hill (@WilliamHill) April 14, 2021 Kevin De Bruyne komst næst því að jafna metin í fyrri hálfleik fyrir City er hann skaut boltanum í slá á 27. mínútu en inn vildi boltinn ekki. Dortmund leiddi í hálfleik, 1-0. City herti pressuna í síðari hálfleik og fékk vítaspyrnu á 52. mínútu er boltinn fór í hönd Emre Can. Á punktinn steig Riyad Mahrez og skoraði. Allt jafnt og City á leiðinni áfram. Það var svo Phil Foden sem tryggði City sigurinn stundarfjórðungi fyrir leikslok. Eftir stutt horn fékk Foden boltann fyrir við vítateigslínuna og þrumaði boltanum í nærhornið. Lokatölur 2-1. 🆑 - English🏴 players to score the most @ChampionsLeague goals before their 21st birthday6 - @PhilFoden (+1)5 - Jadon Sancho5 - Alan Smith4 - Theo Walcott3 - Marcus Rashford3 - Wayne Rooney#BVBMCI #UCL— Gracenote Live (@GracenoteLive) April 14, 2021 Meistaradeild Evrópu
Manchester City er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti undir stjórn Pep Guardiola eftir annan 2-1 sigur á Borussia Dortmund. City vann fyrri leikinn á Englandi 2-1 og vann því einvígið samanlagt 4-2. City mætir PSG í undanúrslitunum en fyrri leikurinn fer fram í Frakklandi 27. eða 28. apríl og síðari leikurinn á Englandi viku síðar. Það voru heimamenn í Dortmund sem komust yfir. Erling Braut Håland kom þá boltanum á hinn unga Englending, Jude Bellingham, sem skoraði með frábæru marki á sextándu mínútu. Jude Bellingham is the youngest English player in Champions League history to score a goal in the #UCLDortmund might have to retire his shirt as well. 😉 pic.twitter.com/qfFT3SD8n9— William Hill (@WilliamHill) April 14, 2021 Kevin De Bruyne komst næst því að jafna metin í fyrri hálfleik fyrir City er hann skaut boltanum í slá á 27. mínútu en inn vildi boltinn ekki. Dortmund leiddi í hálfleik, 1-0. City herti pressuna í síðari hálfleik og fékk vítaspyrnu á 52. mínútu er boltinn fór í hönd Emre Can. Á punktinn steig Riyad Mahrez og skoraði. Allt jafnt og City á leiðinni áfram. Það var svo Phil Foden sem tryggði City sigurinn stundarfjórðungi fyrir leikslok. Eftir stutt horn fékk Foden boltann fyrir við vítateigslínuna og þrumaði boltanum í nærhornið. Lokatölur 2-1. 🆑 - English🏴 players to score the most @ChampionsLeague goals before their 21st birthday6 - @PhilFoden (+1)5 - Jadon Sancho5 - Alan Smith4 - Theo Walcott3 - Marcus Rashford3 - Wayne Rooney#BVBMCI #UCL— Gracenote Live (@GracenoteLive) April 14, 2021
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti