Stelpur næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing í fótbolta heldur en strákar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2021 07:00 Samkvæmt nýrri rannsókn eru táningsstúlkur sem æfa fótbolta næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing heldur en strákar. Vísir/Vilhelm Ný rannsókn sýnir fram á að stelpur á táningsaldri eru næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing heldur en strákar á sama aldri við að spila fótbolta. Þær eru einnig tveimur dögum lengur að jafna sig og þá eru minni líkur á að þær séu teknar af velli eftir að hafa fengið heilahristing. Willie Stewart, prófessor við háskólann í Glasgow, fór yfir sjúkraskýrslur síðustu þriggja ára hjá leikmönnum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Alls var um að ræða 4000 skýrslur sem hann bar síðan saman við skýrslur hjá strákum á sama aldri. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Journal of the American Medical Association. Bæði The Guardian og Sky News greindu frá. Í rannsókninni kemur fram að það sé alls óvíst hvort hærri tíðni heilahristinga hjá stúlkum sé vegna þess að þær séu betri í að greina einkennin eða vegna líffræðilegs munar kynjanna. Það er þó tekið fram að hálsvöðvar stúlkna séu minni en hjá strákum sem og þykkt hálsins sé almennt minni. Einnig vekur athygli að á meðan helsta ástæða heilahristings hjá strákum sé árekstur við annan leikmann þá er ástæðan hjá stúlkum venjulega vegna höggs frá boltanum sjálfum. Girls twice as likely to suffer concussions playing football than boys, study shows https://t.co/b7bA7pRUZQ— Sky News (@SkyNews) April 27, 2021 Stewart telur að ekki sé lengur hægt að horfa á heilahristing hjá strákum og stelpum sömu augum. „Það virðist sem strákar séu líklegri til að vera teknir af velli heldur en stelpur. Þetta ásamt þeirri þekkingu og vitneskju sem við höfum um að meiðslin sýni sig á mismunandi vegu hjá stelpum og strákum gefur til kynna að það gæti verið sniðugt að nálgast kynin á mismunandi hátt þegar kemur að fræðslu varðandi heilahristinga á þessum aldri.“ Títtnefndur Stewart var einnig á bakvið rannsókn sem var gerð árið 2019 sem sýndi fram á að atvinnumenn í knattspyrnu væri þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið sökum vitglapa heldur en hinn almenni borgari. Fótbolti Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Þær eru einnig tveimur dögum lengur að jafna sig og þá eru minni líkur á að þær séu teknar af velli eftir að hafa fengið heilahristing. Willie Stewart, prófessor við háskólann í Glasgow, fór yfir sjúkraskýrslur síðustu þriggja ára hjá leikmönnum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Alls var um að ræða 4000 skýrslur sem hann bar síðan saman við skýrslur hjá strákum á sama aldri. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Journal of the American Medical Association. Bæði The Guardian og Sky News greindu frá. Í rannsókninni kemur fram að það sé alls óvíst hvort hærri tíðni heilahristinga hjá stúlkum sé vegna þess að þær séu betri í að greina einkennin eða vegna líffræðilegs munar kynjanna. Það er þó tekið fram að hálsvöðvar stúlkna séu minni en hjá strákum sem og þykkt hálsins sé almennt minni. Einnig vekur athygli að á meðan helsta ástæða heilahristings hjá strákum sé árekstur við annan leikmann þá er ástæðan hjá stúlkum venjulega vegna höggs frá boltanum sjálfum. Girls twice as likely to suffer concussions playing football than boys, study shows https://t.co/b7bA7pRUZQ— Sky News (@SkyNews) April 27, 2021 Stewart telur að ekki sé lengur hægt að horfa á heilahristing hjá strákum og stelpum sömu augum. „Það virðist sem strákar séu líklegri til að vera teknir af velli heldur en stelpur. Þetta ásamt þeirri þekkingu og vitneskju sem við höfum um að meiðslin sýni sig á mismunandi vegu hjá stelpum og strákum gefur til kynna að það gæti verið sniðugt að nálgast kynin á mismunandi hátt þegar kemur að fræðslu varðandi heilahristinga á þessum aldri.“ Títtnefndur Stewart var einnig á bakvið rannsókn sem var gerð árið 2019 sem sýndi fram á að atvinnumenn í knattspyrnu væri þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið sökum vitglapa heldur en hinn almenni borgari.
Fótbolti Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira