Fyrr í dag, þegar Leipzig tapaði fyrir Borussia Dortmund, varð það ljóst að Bayern Munchen vinna þýsku úrvalsdeildina níunda árið í röð.
Það var þó engu kæruleysi fyrir að fara þegar Bayern tók á móti Borussia Mönchengladbach í síðasta leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni.
Bæjarar héldu gleðinni áfram og rúlluðu algjörlega yfir sterkt lið Gladbach. Staðan í leikhléi 4-0 fyrir Bayern og áður en yfir lauk höfðu þeir skorað sex mörk gegn engu marki gestanna. Skipti engu þó Tanguy Nianzou, varnarmaður Bayern, hafi fengið að líta rauða spjaldið.
Robert Lewandowski gerði þrjú mörk en Thomas Muller, Leroy Sane og Kingsley Coman eitt mark hver.