29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2021 12:15 Cristiano Ronaldo svekkir sig eftir lokaflautið og vildi ekkert með íslensku strákana hafa. Aron Einar Gunnarsson reynir að tala við Ronaldo og Gylfi Þór Sigurðsson virðist vera frekar hneykslaður á Portúgalanum. EPA/YURI KOCHETKOV Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. Íslenska karlalandsliðið náði frábærum úrslitum í fyrsta leik liðsins í sögunni á stórmóti. Ísland og Portúgal gerðu þá 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum í F-riðli á EM í Frakklandi 2016. Það bjuggust eflaust flestir við auðveldum sigri hjá Cristiano Ronaldo og félögum á móti smáþjóðinni norður í Atlantshafi. Ekki breyttist sú skoðun mikið þegar Portúgal komst í 1-0 á 31. mínútu með marki Nani. Íslensku strákarnir brotnuðu ekki við það heldur sóttu í veðrið í seinni háfleiknum. Það var síðan Birkir Bjarnason sem jafnaði metin á 50. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Íslensku strákarnir héldu Cristiano Ronaldo niðri og tókst að pirra stórstjörnuna eins og sást í viðtölum eftir leikinn. „Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað. Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ var haft eftir Ronaldo. Kári Árnason var spurður út í ummæli Ronaldo sem kom sér einnig hjá því að taka í hendur strákanna okkar í reiði sinni eftir leikinn. „Sigurinn verður bara enn sætari fyrst hann er svona tapsár. Hann getur sagt það sem hann vill. Hann fékk varla færi í dag. Hann fékk eitt færi en gat ekki nýtt það. Hvað get ég sagt. Hann er tapsár,“ sagði Kári. Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafnteflið gegn Portúgal. „Þetta er bara frábært. Að fá svona byrjun er ómetanlegt og ég held að það hafi bara verið Íslendingar sem héldu að við gætum gert eitthvað í þessum leik. Maður er auðvitað gríðarlega stoltur að því að skora fyrsta markið, en maður er nánast stoltari hvernig við spiluðum. Ég er gríðarlega stoltur að hafa skorað þetta mark og á eftir að minnast þess alla ævi, sagði Birkir eftir leikinn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið náði frábærum úrslitum í fyrsta leik liðsins í sögunni á stórmóti. Ísland og Portúgal gerðu þá 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum í F-riðli á EM í Frakklandi 2016. Það bjuggust eflaust flestir við auðveldum sigri hjá Cristiano Ronaldo og félögum á móti smáþjóðinni norður í Atlantshafi. Ekki breyttist sú skoðun mikið þegar Portúgal komst í 1-0 á 31. mínútu með marki Nani. Íslensku strákarnir brotnuðu ekki við það heldur sóttu í veðrið í seinni háfleiknum. Það var síðan Birkir Bjarnason sem jafnaði metin á 50. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Íslensku strákarnir héldu Cristiano Ronaldo niðri og tókst að pirra stórstjörnuna eins og sást í viðtölum eftir leikinn. „Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað. Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ var haft eftir Ronaldo. Kári Árnason var spurður út í ummæli Ronaldo sem kom sér einnig hjá því að taka í hendur strákanna okkar í reiði sinni eftir leikinn. „Sigurinn verður bara enn sætari fyrst hann er svona tapsár. Hann getur sagt það sem hann vill. Hann fékk varla færi í dag. Hann fékk eitt færi en gat ekki nýtt það. Hvað get ég sagt. Hann er tapsár,“ sagði Kári. Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafnteflið gegn Portúgal. „Þetta er bara frábært. Að fá svona byrjun er ómetanlegt og ég held að það hafi bara verið Íslendingar sem héldu að við gætum gert eitthvað í þessum leik. Maður er auðvitað gríðarlega stoltur að því að skora fyrsta markið, en maður er nánast stoltari hvernig við spiluðum. Ég er gríðarlega stoltur að hafa skorað þetta mark og á eftir að minnast þess alla ævi, sagði Birkir eftir leikinn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira