Brasilíumenn buðu Xavi að vera með landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í Katar en honum var boðin staða aðstoðarþjálfara. Þetta segja heimildir manna á ESPN í Brasilíu.
Great sourced line out of @ESPNBrasil.
— Mike Wise (@wisey_9) May 19, 2021
Brazil wanted Xavi to be part of their staff at 2022 #WorldCup, with a view to take the top job afterwards.https://t.co/q2J8d1IJXg
Xavi þjálfar lið Al Sadd í Katar en aðstoðarmaður landsliðsþjálfarans Tite athugaði með áhuga hans fyrir núverandi undankeppni HM.
Spænska blaðið AS sagði frá þessu fyrst og þar kom fram að tilboðið hafi komið Xavi á óvart. Hann á einnig að hafa fengið tilboð frá þýska félaginu Borussia Dortmund.
Brasilíumenn horfðu líka lengra fram í tímann og sáu fyrir sér að Xavi myndi síðan taka við landsliðinu af Tite eftir HM í Katar sem fer fram í nóvember og desember 2022. Það fóru engar viðræður í gang og ekkert tilboð var á borði.
Xavi er nýbúinn að framlengja samning sinn við Al Sadd til ársins 2023 en hann hefur þjálfað liðið frá 2019.
Xavi turns down offers to coach Brazil and Borussia Dortmund.https://t.co/eMTy28oBd2
— AS English (@English_AS) May 19, 2021
Xavi átti magnaðan feril með Barcelona þar sem hann spilaði til ársins 2015. Hann var í sautján ár hjá félaginu og vann með því 25 titla.
Xavi gæti líka fengið tilboð frá Barcelona en það bendir margt til þess að Ronald Koeman fái ekki fleiri tímabil með liðið. Koeman gerði Barcelona reyndar að bikarmeisturum og hann á eitt ár eftir af samningi sínum.