Íhugaði að flytja heim til Íslands eftir skelfilegt ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 09:31 Guðlaugur Victor Pálsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Íslenski landsliðsmaðurinn, Guðlaugur Victor Pálsson, opnaði sig um mikla erfiðleika á árinu 2020 og viðurkenndi að hann hefði íhugað að hætta í atvinnumennsku og koma heim til Íslands og spila einfaldlega í Pepsi Max-deildinni. Hinn 30 ára gamli Guðlaugur Victor hefur á undanförnum mánuðum orðið einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins og samdi á dögunum við þýska stórliði Schalke 04. Það er hins vegar ekki langt síðan hann íhugaði að koma heim og spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en Guðlaugur Victor varð fyrir því áfalli að missa móður sína í lok nóvember síðasta árs. Þetta kom fram í ítarlegu viðtali Guðlaugs Victors við íþróttavef Morgunblaðsins um helgina. Guðlaugur ræðir síðasta tímabil í viðtalinu þar sem hann fer yfir hvernig hann byrjaði í banni og hafði aðeins spilað einn leik fyrir Darmstadt, þáverandi vinnuveitendur sína, áður en hann fer í verkefni með íslenska landsliðinu. Svo spilaði hann tvo leiki til viðbótar áður en hann fór í annað landsliðsverkefni. Guðlaugur Victor Pálsson í skallabaráttu gegn Þýskalandi fyrr á þessu ári.EPA-EFE/TOBIAS SCHWARZ „Allt í allt voru þetta einhverjir fjórir leikir fyrir áramót sem ég spila með Darmstadt á meðan ég tók þátt í sex leikjum með íslenska landsliðinu. Ég meiðst svo um haustið og er frá í einhverja þrjá mánuði allt í allt því ég var eitthvað frá keppni líka eftir að ég missti mömmu.“ Þá þurfti Guðlaugur Victor að fara í tvær aðgerðir á svipuðum tíma sem og barnsmóðir hans var að flytja með son hans til Kanada. Það var því mikið í gangi á ansi stuttum tíma. „Ég kveið því að sjá á eftir stráknum mínum til Kanada, ég meiðist, við komumst ekki á EM, ég fer í tvær aðgerðir og missi svo móður mína. Þetta gerist allt á þriggja vikna kafla og ég get viðurkennt það að tilveran hjá mér hrundi þarna á ákveðnum tímapunkti.“ Guðlaugur Victor segist hafa talað við sálfræðinginn sinn daglega í allt að þrjá mánuði og er hann henni mjög þakklátur. Svo virðist sem þessi öflugi leikmaður hafi náð að finna taktinn og ryðmann á nýjan leik – bæði innan vallar sem utan – og samdi nýverið við þýska stórliði Schalke 04. Guðlaugur Victor Pálsson með treyju Schalke, síns nýja félags.schalke04.de Er honum ætlað stórt hlutverk í liði sem féll óvænt úr þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið ætlar sér strax upp aftur og mun Guðlaugur Victor eflaust leggja sitt af mörgum svo það gangi eftir. Viðtal Guðlaugs Victors má lesa í heild sinni á vef mbl.is. Fótbolti Mest lesið „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Handbolti Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Sjá meira
Hinn 30 ára gamli Guðlaugur Victor hefur á undanförnum mánuðum orðið einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins og samdi á dögunum við þýska stórliði Schalke 04. Það er hins vegar ekki langt síðan hann íhugaði að koma heim og spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en Guðlaugur Victor varð fyrir því áfalli að missa móður sína í lok nóvember síðasta árs. Þetta kom fram í ítarlegu viðtali Guðlaugs Victors við íþróttavef Morgunblaðsins um helgina. Guðlaugur ræðir síðasta tímabil í viðtalinu þar sem hann fer yfir hvernig hann byrjaði í banni og hafði aðeins spilað einn leik fyrir Darmstadt, þáverandi vinnuveitendur sína, áður en hann fer í verkefni með íslenska landsliðinu. Svo spilaði hann tvo leiki til viðbótar áður en hann fór í annað landsliðsverkefni. Guðlaugur Victor Pálsson í skallabaráttu gegn Þýskalandi fyrr á þessu ári.EPA-EFE/TOBIAS SCHWARZ „Allt í allt voru þetta einhverjir fjórir leikir fyrir áramót sem ég spila með Darmstadt á meðan ég tók þátt í sex leikjum með íslenska landsliðinu. Ég meiðst svo um haustið og er frá í einhverja þrjá mánuði allt í allt því ég var eitthvað frá keppni líka eftir að ég missti mömmu.“ Þá þurfti Guðlaugur Victor að fara í tvær aðgerðir á svipuðum tíma sem og barnsmóðir hans var að flytja með son hans til Kanada. Það var því mikið í gangi á ansi stuttum tíma. „Ég kveið því að sjá á eftir stráknum mínum til Kanada, ég meiðist, við komumst ekki á EM, ég fer í tvær aðgerðir og missi svo móður mína. Þetta gerist allt á þriggja vikna kafla og ég get viðurkennt það að tilveran hjá mér hrundi þarna á ákveðnum tímapunkti.“ Guðlaugur Victor segist hafa talað við sálfræðinginn sinn daglega í allt að þrjá mánuði og er hann henni mjög þakklátur. Svo virðist sem þessi öflugi leikmaður hafi náð að finna taktinn og ryðmann á nýjan leik – bæði innan vallar sem utan – og samdi nýverið við þýska stórliði Schalke 04. Guðlaugur Victor Pálsson með treyju Schalke, síns nýja félags.schalke04.de Er honum ætlað stórt hlutverk í liði sem féll óvænt úr þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið ætlar sér strax upp aftur og mun Guðlaugur Victor eflaust leggja sitt af mörgum svo það gangi eftir. Viðtal Guðlaugs Victors má lesa í heild sinni á vef mbl.is.
Fótbolti Mest lesið „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Handbolti Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Sjá meira