Erlent

Tígris­dýra­bani hand­tekinn eftir 20 ára leit

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tígris Habib er talinn hafa banað 70 tígrisdýrum í útrýmingahættu.
Tígris Habib er talinn hafa banað 70 tígrisdýrum í útrýmingahættu. Getty/Anshuman Poyrekar

Karlmaður sem talinn er hafa drepið 70 tígrisdýr, sem eru í útrýmingarhættu, í Bangladess hefur verið handtekinn eftir 20 ára leit að honum.

Habib Talukder, betur þekktur sem Tígris Habib, var loksins gripinn eftir að ábending barst lögreglu um það hvar hann væri niðurkominn. Handtökutilskipun á hendur Habib hefur verið gefin út þrisvar sinnum en aldreið náðst í skottið á honum.

Habib hefur stundað veiðar í Sundarbans skóginum, á landamærum Indlands og Bangladess, um árabil. Svæðið er heimkynni stærsta Bengal-tígrisdýrastofns í heimi. Aðeins nokkur þúsund dýr lifa enn úti í villtri náttúrunni.

Feldur dýranna er meira en vinsæll á svörtum mörkuðum. Bein þeirra og kjöt eru meira að segja til sölu á svörtum mörkuðum víða um heim.

„Hann var á flótta í langan tíma,“ sagði Saidur Rahman, lögreglustjóri á svæðinu, í samtali við Dhaka Tribune.

Habib hóf „feril“ sinn á því að safna hunangi frá býflugum í skóginum. Hunangsveiðimaðurinn Abdus Salam sagði í samtali við fréttastofu AFP að heimamenn beri bæði mikla virðingu fyrir Habib og séu jafnframt mjög hræddir við hann.

„Hann er hættulegur maður. Hann myndi glíma við tígrisdýr einn úti í skógi,“ sagði Salam í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×