Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2021 18:59 Sjónarvottur sem stóð fyrir utan móttöku Útlendingastofnunar í Hafnarfirði náði ljósmyndum af handtökunni. Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu en fram að þessu hefur lögreglan alls ekki viljað tjá sig efnislega um það hvað fór fram í húsakynnum Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun. Palestínsku mönnunum hefur nú báðum verið vísað úr landi og sendir aftur til Grikklands. Sjónarvottar saka lögreglumenn um að hafa beitt mennina ofbeldi og meðal annars lamið þá, notað rafbyssu og sprautað þá niður. Embætti ríkislögreglustjóra sagði í gær að lögregla notist ekki við rafbyssur undir neinum kringumstæðum. Ekki beitt óhóflegri valdbeitingu miðað við aðstæður „Farið hefur fram frumskoðun á myndefni af atvikinu af hálfu embættisins og bendir hún ekki til að um óþarfa eða óhóflega valdbeitingu hafi verið að ræða, miðað við þær aðstæður sem sköpuðust á vettvangi,“ segir í nýrri yfirlýsingu lögreglu. Þar er jafnframt ítrekað að lögregla grípi aðeins til valdbeitingar þegar brýna nauðsyn krefji. Ákvörðun um slíkt sé ávallt tekin samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi, meðal annars með það að markmiði að tryggja öryggi hins handtekna eða annarra. Fluttur á bráðadeild eftir handtökuna „Í ljósi fjölmargra fyrirspurna þá getur embættið staðfest að einstaklingarnir sem um ræðir eru farnir af landi brott í samræmi við ákvörðun viðeigandi yfirvalda um frávísun þeirra.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að annar Palestínumannanna hafi verið fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Þá virðist hann hafa verið sprautaður niður á einhverjum tímapunkti en hann fullyrðir sjálfur að hann hafi verið sprautaður niður oftar en einu sinni af einhverjum í gulu vesti. Fram kom í tilkynningu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi út í gær að lögregla sprauti aldrei einstaklinga, heldur sé slíkt ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem taki slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni. Að sögn sjónarvotta voru minnst fjórir merktir lögreglubílar, sjúkrabíll og slökkviliðsbíll á vettvangi á þriðjudag. Þá hafi sérsveitin mætt á ómerktum bílum. Fram hefur komið að málið verði borið undir nefnd um eftirlit með lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 8. júlí 2021 13:00 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu en fram að þessu hefur lögreglan alls ekki viljað tjá sig efnislega um það hvað fór fram í húsakynnum Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun. Palestínsku mönnunum hefur nú báðum verið vísað úr landi og sendir aftur til Grikklands. Sjónarvottar saka lögreglumenn um að hafa beitt mennina ofbeldi og meðal annars lamið þá, notað rafbyssu og sprautað þá niður. Embætti ríkislögreglustjóra sagði í gær að lögregla notist ekki við rafbyssur undir neinum kringumstæðum. Ekki beitt óhóflegri valdbeitingu miðað við aðstæður „Farið hefur fram frumskoðun á myndefni af atvikinu af hálfu embættisins og bendir hún ekki til að um óþarfa eða óhóflega valdbeitingu hafi verið að ræða, miðað við þær aðstæður sem sköpuðust á vettvangi,“ segir í nýrri yfirlýsingu lögreglu. Þar er jafnframt ítrekað að lögregla grípi aðeins til valdbeitingar þegar brýna nauðsyn krefji. Ákvörðun um slíkt sé ávallt tekin samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi, meðal annars með það að markmiði að tryggja öryggi hins handtekna eða annarra. Fluttur á bráðadeild eftir handtökuna „Í ljósi fjölmargra fyrirspurna þá getur embættið staðfest að einstaklingarnir sem um ræðir eru farnir af landi brott í samræmi við ákvörðun viðeigandi yfirvalda um frávísun þeirra.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að annar Palestínumannanna hafi verið fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Þá virðist hann hafa verið sprautaður niður á einhverjum tímapunkti en hann fullyrðir sjálfur að hann hafi verið sprautaður niður oftar en einu sinni af einhverjum í gulu vesti. Fram kom í tilkynningu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi út í gær að lögregla sprauti aldrei einstaklinga, heldur sé slíkt ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem taki slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni. Að sögn sjónarvotta voru minnst fjórir merktir lögreglubílar, sjúkrabíll og slökkviliðsbíll á vettvangi á þriðjudag. Þá hafi sérsveitin mætt á ómerktum bílum. Fram hefur komið að málið verði borið undir nefnd um eftirlit með lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 8. júlí 2021 13:00 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 8. júlí 2021 13:00
Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07
Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31