Kjallarinn hjá Sjöfn fullur af vatni og ástandið á svæðinu hræðilegt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júlí 2021 12:00 Það er óhætt að segja að það sé allt á floti í þýska bænum Inden. Vísir/Sjöfn Fleiri en hundrað eru látin í miklum flóðum í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og vesturhluta Þýskalands. Sjöfn Mueller Thor býr vestast í Þýskalandi og hefur staðið í ströngu við að dæla vatni úr kjallaranum hjá sér. Langflest hinna látnu voru Þjóðverjar, eða 93. Tólf eru sömuleiðis látin í Belgíu. Björgunarstarf á svæðinu hefur verið afar umfangsmikið enda hefur fjöldi húsa hrunið og fólk ýmist festst í rústunum eða uppi á húsþökum. Mikils fjölda er enn saknað og heilu bæirnir eru í rúst. Sjöfn er prestur Íslendinga í Lúxemborg og býr í þýska bænum Inden, nærri landamærunum við Belgíu, Holland og Lúxemborg. Áin sem rennur í gegnum bæinn flæddi yfir bakka sína. „Núna er vatnið að byrja að ganga til baka og fólk er að reyna að pumpa upp úr kjöllurum sínum. Allar pumpur eru í notkun eins og er enda allir kjallarar fullir,“ segir Sjöfn. Áin Inde, sem rennur í gegnum bæinn, hafi nú gengið töluvert til baka. „Hún braust hérna í gær niður í kolanámuna sem er við bæinn og það var mikill léttir því þá fór vatnið að ganga til baka. Þá var það komið upp á hæðina hjá okkur. En það var sömuleiðis hræðilegt því það varð manntjón þarna niðri. Þar var maður sem fórst.“ Áin hafi farið úr farveginum og ekki sé ljóst hvort hún fari aftur í sinn farveg. Sjöfn segir langtímaáhrif flóðanna verða mikil í bænum enda sé óvíst að hægt verði að nýta kolanámuna aftur. Fjöldi gæti misst vinnuna. Vatn flæddi inn í kjallarann hjá Sjöfn af krafti. „Maður hugsar kannski að aðrir hafi lent verr í því en við. Þetta er bara allt dót. Kjallarinn fylltist alveg, við náðum að hlaupa upp með jóladótið, það var allt. Allt annað var niðri. Herbergi dóttur minnar er þarna niðri. Það er allt ónýtt,“ segir Sjöfn. Húsið sé prestbústaður og fjölskyldan eigi það því ekki. Hvorki kirkjan né prestsbústaðurinn séu tryggð og gólfin séu öll ónýt. Þýskaland Belgía Lúxemborg Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Áttatíu látnir í flóðunum í Þýskalandi Tala látinna í Þýskalandi af völdum flóðanna þar í landi er nú komin í áttatíu manns og er ljóst að um mestu flóð í áratugi er að ræða. 16. júlí 2021 06:47 Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. 15. júlí 2021 21:34 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Langflest hinna látnu voru Þjóðverjar, eða 93. Tólf eru sömuleiðis látin í Belgíu. Björgunarstarf á svæðinu hefur verið afar umfangsmikið enda hefur fjöldi húsa hrunið og fólk ýmist festst í rústunum eða uppi á húsþökum. Mikils fjölda er enn saknað og heilu bæirnir eru í rúst. Sjöfn er prestur Íslendinga í Lúxemborg og býr í þýska bænum Inden, nærri landamærunum við Belgíu, Holland og Lúxemborg. Áin sem rennur í gegnum bæinn flæddi yfir bakka sína. „Núna er vatnið að byrja að ganga til baka og fólk er að reyna að pumpa upp úr kjöllurum sínum. Allar pumpur eru í notkun eins og er enda allir kjallarar fullir,“ segir Sjöfn. Áin Inde, sem rennur í gegnum bæinn, hafi nú gengið töluvert til baka. „Hún braust hérna í gær niður í kolanámuna sem er við bæinn og það var mikill léttir því þá fór vatnið að ganga til baka. Þá var það komið upp á hæðina hjá okkur. En það var sömuleiðis hræðilegt því það varð manntjón þarna niðri. Þar var maður sem fórst.“ Áin hafi farið úr farveginum og ekki sé ljóst hvort hún fari aftur í sinn farveg. Sjöfn segir langtímaáhrif flóðanna verða mikil í bænum enda sé óvíst að hægt verði að nýta kolanámuna aftur. Fjöldi gæti misst vinnuna. Vatn flæddi inn í kjallarann hjá Sjöfn af krafti. „Maður hugsar kannski að aðrir hafi lent verr í því en við. Þetta er bara allt dót. Kjallarinn fylltist alveg, við náðum að hlaupa upp með jóladótið, það var allt. Allt annað var niðri. Herbergi dóttur minnar er þarna niðri. Það er allt ónýtt,“ segir Sjöfn. Húsið sé prestbústaður og fjölskyldan eigi það því ekki. Hvorki kirkjan né prestsbústaðurinn séu tryggð og gólfin séu öll ónýt.
Þýskaland Belgía Lúxemborg Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Áttatíu látnir í flóðunum í Þýskalandi Tala látinna í Þýskalandi af völdum flóðanna þar í landi er nú komin í áttatíu manns og er ljóst að um mestu flóð í áratugi er að ræða. 16. júlí 2021 06:47 Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. 15. júlí 2021 21:34 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Áttatíu látnir í flóðunum í Þýskalandi Tala látinna í Þýskalandi af völdum flóðanna þar í landi er nú komin í áttatíu manns og er ljóst að um mestu flóð í áratugi er að ræða. 16. júlí 2021 06:47
Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. 15. júlí 2021 21:34