Í frétt NHK segir að maðurinn sé 36 ára gamall og hann heiti Tsushima yusuke. Hann dró upp hníf um borð í lestinni og réðst þar á fólk. Ein kona á þrítugsaldri særðist alvarlega á baki og annarsstaðar en enginn var í lífshættur.
Árásarmaðurinn stökk út úr lestinni og flúði en hann var handtekinn þegar hann gekk inn í verslun í um fimm kílómetra fjarlægð.
Þar mun maðurinn hafa tilkynnt að hann væri árásarmaðurinn í lestinni og að hann væri þreyttur á því að flýja.
Reuters vitnar í annan japanskan miðil sem segir árásarmanninn hafa sagt lögregluþjónum að hann hafi byrjað að vilja myrða glaðar konur fyrir um sex árum síðan. Honum hafi þó í raun verið sama hvern hann dræpi, svo lengi sem hann dræpi marga.
Hann hefur játað verknaðinn og verður líklegast ákærður fyrir morðtilraunir.
Ofbeldisglæpir eru tiltölulega sjaldgæfir í Japan en fréttaveitan segir þó að nokkrar hnífaárásir þar sem ráðist hefur verið á fólk að handahófi hafi átt sér stað. Mikil öryggisgæsla er í Tókýó vegna ólympíuleikana sem standa þar yfir.