Lukaku sló met Brasilíumannsins Neymars þegar Chelsea var tilbúið að borga 97,5 milljónir punda fyrir hann. Það þýðir að félög eru búin að kaupa belgíska framherjann fyrir samtals um 288 milljónir punda á hans ferli.
288 milljónir punda eru um 50,4 milljarðar íslenskra króna.
Romelu Lukaku is now the most expensive player in football history in terms of combined transfer fees pic.twitter.com/0eRDwFG3Ck
— ESPN FC (@ESPNFC) August 12, 2021
Neymar hafði átt metið í nokkur ár síðan að Paris Saint Germain keypti hann frá Barcelona. Alls hafa félög borgað 279 milljón punda fyrir hann sem er um 48,9 milljarðar í íslenskum krónum.
Cristiano Ronaldo er síðan í þriðja sætinu en félög hafa greitt samtals 207 milljónir punda fyrir hann. Það gera um 36,2 milljarðar í íslenskum krónum.
Neymar er dýrasti knattspyrnumaður sögunnar (198 milljónir punda frá Barcelona til PSG 2017) og Cristiano Ronaldo var það um tíma eða frá 2009 til 2013. Þrátt fyrir að félög hafi borgað alla þessa milljarða fyrir Romelu Lukaku þá hefur hann aldrei verið sá dýrasti í heimi.
Dream Believe Achieve
— R.Lukaku Bolingoli9 (@RomeluLukaku9) August 12, 2021
Happy to be back home!
Let s work@ChelseaFC pic.twitter.com/k5gAMa8fJS
Hann er í 7., 16. sæti og 19. sæti listans yfir dýrustu leikmenn og er sá eini sem er þrisvar sinnum á honum. Internazionale keypti hann á 74 milljónir punda frá Manchester United árið 2019 (19. sæti), Manchester United keypti hann á 75 milljónir punda frá Everton árið 2017 (16. sæti) og Chelsea keypti hann á 97,5 milljónir punda frá Internazionale í þessari viku (7. sæti).
- Knattspyrnumenn sem er búið að borga mest fyrir á öllum þeirra ferli:
- 1. Romelu Lukaku – 288 milljónir punda
- 2. Neymar – 279 milljónir punda
- 3. Cristiano Ronaldo – 207 milljónir punda
- 4. Alvaro Morata – 170 milljónir punda
- 5. Angel di Maria – 161 milljón punda
- 6. Antoine Griezmann – 156 milljónir punda
- 7. Philippe Coutinho – 153 milljónir punda
- 8. Zlatan Ibrahimovic – 152 milljónir punda
- 9. Gonzalo Higuain – 143 milljónir punda
- 10. Ousmane Dembele – 137 milljónir punda