Viðar Örn: „Við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2021 21:27 Viðar Örn Kjartansson var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið. Hann var svekktur með úrslit kvöldsins í ljósi þess að honum fannst liðið spila vel. Vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins var svekktur með 2-0 tap liðsins gegn Rúmenum á Laugardalsveli í kvöld. Hann segir að það sé súrt að sjá liðið spila vel en fá ekkert út úr leiknum. „Maður hefur tapað 2-0 og spilað illa og bara sætt sig við það en mér fannst við vera miklu betra liðið í fyrri hálfleik, allavega hættulegri,“ sagði Viðar Örn að leik loknum. „við spiluðum flott og fengum nokkra góða sénsa og mér leið bara mjög vel fram að markinu hjá þeim.“ Viðar fékk færi í fyrri hálfleik, en náði ekki að koma boltanum í netið. Hann var hundfúll að ná ekki að skora, en segist þó hafa verið líklegur og að honum hafi liðið vel á vellinum. „Það er bara númer eitt að vera í boltanum og vera líklegur og koma sér í réttar stöður. Mér fannst ég alltaf vera líklegur og mér fannst ég líka vera að jarða þá í loftinu ef ég á að vera hreinskilinn og mér leið bara fáránlega vel.“ „En sem framherji er ég að sjálfsögðu ekki sáttur með að ná ekki að skora. Við fengum nokkra góða sénsa og við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik.“ Viðar var tekinn af velli á 67. mínútu leiksins, en hann segist ekki hafa getað spilað mikið meira, enda nýkominn úr meiðslum. „Ég kannski gat ekki spilað mikið meira. Ég er náttúrulega nýkominn af stað en mér leið bara gríðarlega vel á vellinum á meðan ég var þar og var bara nokkuð sáttur, tankurinn var bara alveg að tæmast.“ Viðar kom bakdyramegin inn í landsliðið á lokametrunum, en hann segir að það hafi verið skrýtið að koma inn í hópinn á þessum forsendum. „Það er skrýtið. Maður hefur aldrei lent í þessu áður. Það eru ekki eðlilegar forsendur í gangi en þetta þjappar okkur strákunum saman og við ætluðum bara að einbeita okkur að leiknum í kvöld.“ „Það er kannski svolítið erfitt þegar það er alltaf einhver önnur umfjöllun í gangi heldur en fótbolti. En eins og ég segi þá fannst mér strákarnir flottir í dag og eftir fyrri hálfleikinn áttum við að vera yfir og þá hefðum við unnið og allir verið hressir. En við náðum því miður ekki að gera það og þá bara verðum við að hugsa um næsta leik.“ Viðar hélt áfram og talaði um að það sé virkilega erfitt að ná upp fullkominni einbeitingu í því umhverfi sem hefur verið í kringum landsliðið og KSÍ seinustu daga. „Það er mjög erfitt. Það er enginn undirbúinn undir það sem er í gangi og við erum allir mennskir þannig að það er mjög erfitt að ýta þessu öllu í burtu og einbeita sér að fótbolta þegar að enginn er að tala um fótbolta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Viðtalið við Viðar Örn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðar Örn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
„Maður hefur tapað 2-0 og spilað illa og bara sætt sig við það en mér fannst við vera miklu betra liðið í fyrri hálfleik, allavega hættulegri,“ sagði Viðar Örn að leik loknum. „við spiluðum flott og fengum nokkra góða sénsa og mér leið bara mjög vel fram að markinu hjá þeim.“ Viðar fékk færi í fyrri hálfleik, en náði ekki að koma boltanum í netið. Hann var hundfúll að ná ekki að skora, en segist þó hafa verið líklegur og að honum hafi liðið vel á vellinum. „Það er bara númer eitt að vera í boltanum og vera líklegur og koma sér í réttar stöður. Mér fannst ég alltaf vera líklegur og mér fannst ég líka vera að jarða þá í loftinu ef ég á að vera hreinskilinn og mér leið bara fáránlega vel.“ „En sem framherji er ég að sjálfsögðu ekki sáttur með að ná ekki að skora. Við fengum nokkra góða sénsa og við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum skorað í fyrri hálfleik.“ Viðar var tekinn af velli á 67. mínútu leiksins, en hann segist ekki hafa getað spilað mikið meira, enda nýkominn úr meiðslum. „Ég kannski gat ekki spilað mikið meira. Ég er náttúrulega nýkominn af stað en mér leið bara gríðarlega vel á vellinum á meðan ég var þar og var bara nokkuð sáttur, tankurinn var bara alveg að tæmast.“ Viðar kom bakdyramegin inn í landsliðið á lokametrunum, en hann segir að það hafi verið skrýtið að koma inn í hópinn á þessum forsendum. „Það er skrýtið. Maður hefur aldrei lent í þessu áður. Það eru ekki eðlilegar forsendur í gangi en þetta þjappar okkur strákunum saman og við ætluðum bara að einbeita okkur að leiknum í kvöld.“ „Það er kannski svolítið erfitt þegar það er alltaf einhver önnur umfjöllun í gangi heldur en fótbolti. En eins og ég segi þá fannst mér strákarnir flottir í dag og eftir fyrri hálfleikinn áttum við að vera yfir og þá hefðum við unnið og allir verið hressir. En við náðum því miður ekki að gera það og þá bara verðum við að hugsa um næsta leik.“ Viðar hélt áfram og talaði um að það sé virkilega erfitt að ná upp fullkominni einbeitingu í því umhverfi sem hefur verið í kringum landsliðið og KSÍ seinustu daga. „Það er mjög erfitt. Það er enginn undirbúinn undir það sem er í gangi og við erum allir mennskir þannig að það er mjög erfitt að ýta þessu öllu í burtu og einbeita sér að fótbolta þegar að enginn er að tala um fótbolta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Viðtalið við Viðar Örn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðar Örn
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti