Fótbolti

Sjáðu Andra Lucas opna markareikninginn og öll hin mörkin í Laugardalnum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Lucas Guðjohnsen tryggir íslenska liðinu 2-2 jafntefli skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sínum öðrum landsleik.
Andri Lucas Guðjohnsen tryggir íslenska liðinu 2-2 jafntefli skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sínum öðrum landsleik. Vísir/Hulda Margrét

Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norður Makedóníu í fimmta leik sínum í undankeppni HM 2022 í dag en það stefndi lengi vel í fjórða tap íslenska liðsins í riðlinum.

Miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason og varamaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen skoruðu mörk íslenska liðsins sem komu bæði eftir undirbúnings Alberts Guðmundssonar.

Brynjar Ingi fylgdi eftir aukaspyrnu Alberts á 78. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Andri laglegt mark eftir sendingu Alberts og markaskorarasnúning í teignum.

Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin í leiknum þar á meðal mörk gestanna sem skoruðu fljótlega í báðum hálfleikjum en mörk þeirra gerðu þeir Darko Velkovski á 11. mínútu og Ezgjan Alioski á 54. mínútu.

Klippa: Mörkin úr leik Íslands og Norður Makedóníu

Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Brynjar Ingi stóð upp úr

Íslenska karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Brynjar Ingi Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis.

„Þetta var íslenskur karakter, eitthvað sem við höfum alltaf haft“

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við RÚV að loknu 2-2 jafntefli Íslands og Norður-Makedóníu í undankeppni HM sem fram fer í Katar um jólin 2022. Hann tekur á sig slaka byrjun Íslands og hrósaði ungu strákunum sem komu inn af bekknum og breyttu leiknum.

„Ég er bara ótrúlega stoltur“

Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×