Við fylgjumst með nýjustu vendingum í Skaftárhlaupinu og lítum niður á Laugaveg þar sem lögreglan mátti varla vera að því að veita fréttamanni okkar viðtal, svo mikið var annríkið við að siða bílstjóra til sem óku gegn akstursstefnu.
Þá rýnum við í ný kosningalög sem gætu gert nýjum flokkum erfiðara fyrir að bjóða fram til þingkosninga og Kristján Már ræðir við forstjóra stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða sem vill koma á beinum útflutningi á laxi frá Egilsstaðaflugvelli.