Einkunnir Íslands: Fyrirliðinn bestur í annars erfiðum leik 8. september 2021 21:25 Jóhann Berg átti fínan leik í kvöld en átti við ofurefli að etja líkt og aðrir leikmenn íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. Jóhann Berg var duglegur varnarlega og fékk tvö bestu færi Íslands í leiknum. Það fyrra kom í fyrri hálfleik en þá átti hann skot með úr þröngu færi með sínum verri fæti sem Manuel Neuer varði í marki Þýskalands. Í þeim síðari átti hann bylmingsskot sem small í stöng. Albert Guðmundsson fylgdi eftir og skoraði en var dæmdur rangstæður. Þá var Ísak Bergmann Jóhannesson sprækur framan af og óhræddur að takast á við magnaða leikmenn þýska liðsins. Þórir Jóhann Helgason var einnig sprækur en hann byrjaði óvænt á vinstri væng Íslands. Skiptingar Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara komu seint og skiluðu því miður ekki jafn miklu og gegn Norður-Makedóníu. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn í dag. Byrjunarlið Íslands Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið sem ekkert gert í mörkunum (missti samt boltann klaufalega í aðdraganda þriðja?). Varði vel frá Leon Goretzka um miðbik fyrri hálfleiks og vel frá Timo Werner í upphafi þess síðari. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Átti einkar erfitt uppdráttar í upphafi leiks þar sem hann var berskjaldaður gegn Leroy Sané. Var svo ekki nægilega nálægt Sané þegar sá vængmaðurinn skoraði þriðja mark Þjóðverja. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 5 Komst ágætlega frá leiknum miðað við aldur og fyrri störf. Átti vissulega í vandræðum en leit betur út en margir mun reyndari leikmenn. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Virkaði frekar týndur í fyrsta marki gestanna og átti almennt frekar erfitt uppdráttar. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Ágætur framan af. Lítið svo sem hægt að setja út á hans frammistöðu en virkaði mjög þreyttur í síðari hálfleik eins og aðrir leikmenn liðsins. Guðlaugur Victor Pálsson, djúpur miðjumaður 4 Eyddi miklum tíma í að rífast við Joshua Kimmich en það var líklega í eina skiptið sem hann komst nálægt miðjumönnum þýska liðsins. Birkir Bjarnason, miðjumaður 5 Birkir virkaði þreyttur frá upphafi til enda. Langt því frá hans besti leikur og átti eins og aðrir miðjumenn Íslands erfitt uppdráttar gegn ógnarsterkri miðjugestanna. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 6 Sprækur fram á við. Átti fast skot sem Manuel Neuer kýldi út í teiginn. Átti ekki mikla möguleika á miðsvæðinu gegn ógnarsterkri miðju Þjóðverja en lét finna fyrir sér. Hans besti A-landsleikur til þessa. Þórir Jóhann Helgason, vinstri vængur 6 Vann vel og reyndi hvað hann gat. Stóð sig ágætlega eftir að hann var færður inn á miðjuna í síðari hálfleik. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængur (fyrirliði) 7 Fyrirliðinn átti fínan leik. Vann vel til baka og var einkar óheppinn þegar þrumuskot hans small í stönginni í síðari hálfleik. Fékk fínt skotfæri í fyrri hálfleik, því miður með hægri fæti og Manuel Neuer varði. Albert Guðmundsson, framherji 6 Vann vel til baka framan af leik, vann boltann og bjó til þessar fáu sóknir sem Ísland fékk í leiknum. Hvarf í síðari hálfleik er tankurinn var einfaldlega búinn hjá íslenska liðinu. Varamenn Arnór Sigurðsson kom inn fyrir Ísak Bergmann á 70. mínútu 5 Gerði lítið. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn fyrir Jóhann Berg á 70. mínútu 5 Gerði vel um leið og hann kom inn á en Ísland eyddi svo restinni af leiknum í skotgröfunum. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Albert á 80. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn. Andri Fannar Baldursson kom inn á fyrir Guðlaug Victor á 89. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Jóhann Berg var duglegur varnarlega og fékk tvö bestu færi Íslands í leiknum. Það fyrra kom í fyrri hálfleik en þá átti hann skot með úr þröngu færi með sínum verri fæti sem Manuel Neuer varði í marki Þýskalands. Í þeim síðari átti hann bylmingsskot sem small í stöng. Albert Guðmundsson fylgdi eftir og skoraði en var dæmdur rangstæður. Þá var Ísak Bergmann Jóhannesson sprækur framan af og óhræddur að takast á við magnaða leikmenn þýska liðsins. Þórir Jóhann Helgason var einnig sprækur en hann byrjaði óvænt á vinstri væng Íslands. Skiptingar Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara komu seint og skiluðu því miður ekki jafn miklu og gegn Norður-Makedóníu. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn í dag. Byrjunarlið Íslands Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið sem ekkert gert í mörkunum (missti samt boltann klaufalega í aðdraganda þriðja?). Varði vel frá Leon Goretzka um miðbik fyrri hálfleiks og vel frá Timo Werner í upphafi þess síðari. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Átti einkar erfitt uppdráttar í upphafi leiks þar sem hann var berskjaldaður gegn Leroy Sané. Var svo ekki nægilega nálægt Sané þegar sá vængmaðurinn skoraði þriðja mark Þjóðverja. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 5 Komst ágætlega frá leiknum miðað við aldur og fyrri störf. Átti vissulega í vandræðum en leit betur út en margir mun reyndari leikmenn. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Virkaði frekar týndur í fyrsta marki gestanna og átti almennt frekar erfitt uppdráttar. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Ágætur framan af. Lítið svo sem hægt að setja út á hans frammistöðu en virkaði mjög þreyttur í síðari hálfleik eins og aðrir leikmenn liðsins. Guðlaugur Victor Pálsson, djúpur miðjumaður 4 Eyddi miklum tíma í að rífast við Joshua Kimmich en það var líklega í eina skiptið sem hann komst nálægt miðjumönnum þýska liðsins. Birkir Bjarnason, miðjumaður 5 Birkir virkaði þreyttur frá upphafi til enda. Langt því frá hans besti leikur og átti eins og aðrir miðjumenn Íslands erfitt uppdráttar gegn ógnarsterkri miðjugestanna. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 6 Sprækur fram á við. Átti fast skot sem Manuel Neuer kýldi út í teiginn. Átti ekki mikla möguleika á miðsvæðinu gegn ógnarsterkri miðju Þjóðverja en lét finna fyrir sér. Hans besti A-landsleikur til þessa. Þórir Jóhann Helgason, vinstri vængur 6 Vann vel og reyndi hvað hann gat. Stóð sig ágætlega eftir að hann var færður inn á miðjuna í síðari hálfleik. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængur (fyrirliði) 7 Fyrirliðinn átti fínan leik. Vann vel til baka og var einkar óheppinn þegar þrumuskot hans small í stönginni í síðari hálfleik. Fékk fínt skotfæri í fyrri hálfleik, því miður með hægri fæti og Manuel Neuer varði. Albert Guðmundsson, framherji 6 Vann vel til baka framan af leik, vann boltann og bjó til þessar fáu sóknir sem Ísland fékk í leiknum. Hvarf í síðari hálfleik er tankurinn var einfaldlega búinn hjá íslenska liðinu. Varamenn Arnór Sigurðsson kom inn fyrir Ísak Bergmann á 70. mínútu 5 Gerði lítið. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn fyrir Jóhann Berg á 70. mínútu 5 Gerði vel um leið og hann kom inn á en Ísland eyddi svo restinni af leiknum í skotgröfunum. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Albert á 80. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn. Andri Fannar Baldursson kom inn á fyrir Guðlaug Victor á 89. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45