Einkunnir Íslands: Fyrirliðinn bestur í annars erfiðum leik 8. september 2021 21:25 Jóhann Berg átti fínan leik í kvöld en átti við ofurefli að etja líkt og aðrir leikmenn íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. Jóhann Berg var duglegur varnarlega og fékk tvö bestu færi Íslands í leiknum. Það fyrra kom í fyrri hálfleik en þá átti hann skot með úr þröngu færi með sínum verri fæti sem Manuel Neuer varði í marki Þýskalands. Í þeim síðari átti hann bylmingsskot sem small í stöng. Albert Guðmundsson fylgdi eftir og skoraði en var dæmdur rangstæður. Þá var Ísak Bergmann Jóhannesson sprækur framan af og óhræddur að takast á við magnaða leikmenn þýska liðsins. Þórir Jóhann Helgason var einnig sprækur en hann byrjaði óvænt á vinstri væng Íslands. Skiptingar Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara komu seint og skiluðu því miður ekki jafn miklu og gegn Norður-Makedóníu. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn í dag. Byrjunarlið Íslands Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið sem ekkert gert í mörkunum (missti samt boltann klaufalega í aðdraganda þriðja?). Varði vel frá Leon Goretzka um miðbik fyrri hálfleiks og vel frá Timo Werner í upphafi þess síðari. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Átti einkar erfitt uppdráttar í upphafi leiks þar sem hann var berskjaldaður gegn Leroy Sané. Var svo ekki nægilega nálægt Sané þegar sá vængmaðurinn skoraði þriðja mark Þjóðverja. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 5 Komst ágætlega frá leiknum miðað við aldur og fyrri störf. Átti vissulega í vandræðum en leit betur út en margir mun reyndari leikmenn. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Virkaði frekar týndur í fyrsta marki gestanna og átti almennt frekar erfitt uppdráttar. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Ágætur framan af. Lítið svo sem hægt að setja út á hans frammistöðu en virkaði mjög þreyttur í síðari hálfleik eins og aðrir leikmenn liðsins. Guðlaugur Victor Pálsson, djúpur miðjumaður 4 Eyddi miklum tíma í að rífast við Joshua Kimmich en það var líklega í eina skiptið sem hann komst nálægt miðjumönnum þýska liðsins. Birkir Bjarnason, miðjumaður 5 Birkir virkaði þreyttur frá upphafi til enda. Langt því frá hans besti leikur og átti eins og aðrir miðjumenn Íslands erfitt uppdráttar gegn ógnarsterkri miðjugestanna. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 6 Sprækur fram á við. Átti fast skot sem Manuel Neuer kýldi út í teiginn. Átti ekki mikla möguleika á miðsvæðinu gegn ógnarsterkri miðju Þjóðverja en lét finna fyrir sér. Hans besti A-landsleikur til þessa. Þórir Jóhann Helgason, vinstri vængur 6 Vann vel og reyndi hvað hann gat. Stóð sig ágætlega eftir að hann var færður inn á miðjuna í síðari hálfleik. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængur (fyrirliði) 7 Fyrirliðinn átti fínan leik. Vann vel til baka og var einkar óheppinn þegar þrumuskot hans small í stönginni í síðari hálfleik. Fékk fínt skotfæri í fyrri hálfleik, því miður með hægri fæti og Manuel Neuer varði. Albert Guðmundsson, framherji 6 Vann vel til baka framan af leik, vann boltann og bjó til þessar fáu sóknir sem Ísland fékk í leiknum. Hvarf í síðari hálfleik er tankurinn var einfaldlega búinn hjá íslenska liðinu. Varamenn Arnór Sigurðsson kom inn fyrir Ísak Bergmann á 70. mínútu 5 Gerði lítið. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn fyrir Jóhann Berg á 70. mínútu 5 Gerði vel um leið og hann kom inn á en Ísland eyddi svo restinni af leiknum í skotgröfunum. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Albert á 80. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn. Andri Fannar Baldursson kom inn á fyrir Guðlaug Victor á 89. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Jóhann Berg var duglegur varnarlega og fékk tvö bestu færi Íslands í leiknum. Það fyrra kom í fyrri hálfleik en þá átti hann skot með úr þröngu færi með sínum verri fæti sem Manuel Neuer varði í marki Þýskalands. Í þeim síðari átti hann bylmingsskot sem small í stöng. Albert Guðmundsson fylgdi eftir og skoraði en var dæmdur rangstæður. Þá var Ísak Bergmann Jóhannesson sprækur framan af og óhræddur að takast á við magnaða leikmenn þýska liðsins. Þórir Jóhann Helgason var einnig sprækur en hann byrjaði óvænt á vinstri væng Íslands. Skiptingar Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara komu seint og skiluðu því miður ekki jafn miklu og gegn Norður-Makedóníu. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn í dag. Byrjunarlið Íslands Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið sem ekkert gert í mörkunum (missti samt boltann klaufalega í aðdraganda þriðja?). Varði vel frá Leon Goretzka um miðbik fyrri hálfleiks og vel frá Timo Werner í upphafi þess síðari. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Átti einkar erfitt uppdráttar í upphafi leiks þar sem hann var berskjaldaður gegn Leroy Sané. Var svo ekki nægilega nálægt Sané þegar sá vængmaðurinn skoraði þriðja mark Þjóðverja. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 5 Komst ágætlega frá leiknum miðað við aldur og fyrri störf. Átti vissulega í vandræðum en leit betur út en margir mun reyndari leikmenn. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Virkaði frekar týndur í fyrsta marki gestanna og átti almennt frekar erfitt uppdráttar. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Ágætur framan af. Lítið svo sem hægt að setja út á hans frammistöðu en virkaði mjög þreyttur í síðari hálfleik eins og aðrir leikmenn liðsins. Guðlaugur Victor Pálsson, djúpur miðjumaður 4 Eyddi miklum tíma í að rífast við Joshua Kimmich en það var líklega í eina skiptið sem hann komst nálægt miðjumönnum þýska liðsins. Birkir Bjarnason, miðjumaður 5 Birkir virkaði þreyttur frá upphafi til enda. Langt því frá hans besti leikur og átti eins og aðrir miðjumenn Íslands erfitt uppdráttar gegn ógnarsterkri miðjugestanna. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 6 Sprækur fram á við. Átti fast skot sem Manuel Neuer kýldi út í teiginn. Átti ekki mikla möguleika á miðsvæðinu gegn ógnarsterkri miðju Þjóðverja en lét finna fyrir sér. Hans besti A-landsleikur til þessa. Þórir Jóhann Helgason, vinstri vængur 6 Vann vel og reyndi hvað hann gat. Stóð sig ágætlega eftir að hann var færður inn á miðjuna í síðari hálfleik. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængur (fyrirliði) 7 Fyrirliðinn átti fínan leik. Vann vel til baka og var einkar óheppinn þegar þrumuskot hans small í stönginni í síðari hálfleik. Fékk fínt skotfæri í fyrri hálfleik, því miður með hægri fæti og Manuel Neuer varði. Albert Guðmundsson, framherji 6 Vann vel til baka framan af leik, vann boltann og bjó til þessar fáu sóknir sem Ísland fékk í leiknum. Hvarf í síðari hálfleik er tankurinn var einfaldlega búinn hjá íslenska liðinu. Varamenn Arnór Sigurðsson kom inn fyrir Ísak Bergmann á 70. mínútu 5 Gerði lítið. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn fyrir Jóhann Berg á 70. mínútu 5 Gerði vel um leið og hann kom inn á en Ísland eyddi svo restinni af leiknum í skotgröfunum. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Albert á 80. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn. Andri Fannar Baldursson kom inn á fyrir Guðlaug Victor á 89. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45