Fótbolti

Elías Rafn: Svekktur með úrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elías Rafn Ólafsson í Laugardalnum í kvöld.
Elías Rafn Ólafsson í Laugardalnum í kvöld. Vísir/Jónína Guðbjörg

Íslenska landsliðið var með nýjan markvörð í markinu í kvöld en Elías Rafn Ólafsson fékk þá traustið. Hann náði þó ekki að halda markinu hreinu eins og í síðustu fimm leikjum sínum í dönsku deildinni.

„Það var geggjað að fá að spila fyrir Íslands hönd og allt það en ég er náttúrulega svekktur með úrslitin með í dag því mér fannst við vera betri í leiknum,“ sagði Elías Rafn Ólafsson, markvörður íslenska landsliðsins, sem fékk að spila sinn fyrsta landsleik í jafnteflinu á móti Armeníu í kvöld.

„Við opnuðum okkur ekki ekki mikið og ég er því svekktur með úrslitin en ánægður með fyrsta leikinn,“ sagði Elías Rafn í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Hann fékk að vita það í gærkvöldi að hann myndi byrja leikinn.

„Það er geggjuð tilfinning að vita að maður fái traust til þess að byrja leik fyrir A-landslið karla. Það er ólýsanlegt. Það var aðeins smá stress en fínt að nota það bara í leikinn til að fá meiri einbeitingu,“ sagði Elías. Hann var ekkert að pæla í því að það voru fáir áhorfendur á vellinum.

„Maður lokar bara á það og einbeitir sér að fótboltanum inn á vellinum,“ sagði Elías. Hann gat lítið gert við markinu sem hann fékk á sig.

„Þetta var gerist í fótboltaleikjum. Klaufaskapur og boltinn yfir á fjær,“ sagði Elías.

Klippa: Viðtal við Elías Rafn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×