Enn mögulegt að Ísland komist á HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2021 08:00 Sveinn Aron og Andri Lucas Guðjohnsen fagna fjórða og síðasta markinu gegn Liechtenstein í gærkvöld. vísir/Vilhelm Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er enn mögulegt að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komist á HM í Katar. Möguleikinn er vissulega mjög, mjög fjarlægur en riðillinn sem Ísland leikur í er einstaklega jafn. Í flestum öðrum riðlum myndi það að vera með 8 stig eftir 8 umferðir af 10 einfaldlega þýða að Ísland væri úr leik í baráttunni um HM-sæti. Svo er ekki í hinum jafna J-riðli þar sem staðan er núna þessi: Staðan í riðli Íslands þegar tvær umferðir eru eftir. Þýskaland hefur tryggt sér efsta sætið og þar með sæti á HM en 2. sætið gefur þátttökurétt í umspili. Þýskaland er búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á HM. Liðið sem nær 2. sæti kemst í umspil. Til að Ísland eigi möguleika á að komast á HM þarf eftirfarandi að gerast í síðustu tveimur umferðunum, 11. og 14. nóvember: Ísland þarf að vinna báða sína leiki, gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu á útivöllum. Armenía og Norður-Makedónía þurfa að gera jafntefli í sínum leik 11. nóvember. Þýskaland þarf að vinna Armeníu á útivelli 14. nóvember. Liechtenstein þarf að vinna Rúmeníu á heimavelli 14. nóvember. Til marks um það hversu raunhæft það er að þetta gangi eftir þá metur íþróttatölfræðiveitan Gracenote möguleika Íslands á að ná 2. sæti nær 0% en 1%. Ekkert er þó útilokað í heimi íþróttanna. Einu sigrar Íslands komið gegn Liechtenstein Einu sigrar Íslands til þessa hafa komið gegn botnliði Liechtenstein. Til þess að Ísland eigi möguleika á að komast á HM þarf liðið meðal annars á hjálp frá Liechtenstein að halda og miðað við spilamennsku Liechtenstein í gær, í 4-0 tapinu gegn Íslandi, er það sennilega það langsóttasta við möguleika Íslands, ásamt því að Ísland taki upp á því að vinna tvo snúna útileiki. Hafa ber þó í huga að í lið Liechtenstein vantaði lykilmenn í gær og að liðið afrekaði að ná 1-1 jafntefli við Armeníu á útivelli í síðasta mánuði. Svo er reyndar hugsanlegt (en mjög langsótt) að Íslandi dygði að Liechtenstein næði jafntefli við Rúmeníu, ef að Ísland ynni til dæmis þriggja marka sigur gegn liði Rúmena á útivelli. Að sama skapi gæti Ísland mögulega endurheimt sterka leikmenn á borð við Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og fleiri fyrir leikina í nóvember, auk þess sem ungir og nýir leikmenn í hópnum hafa nú fengið tækifæri til að venjast lífinu í A-landsliðstreyjunni. Ekkert er fjarlægt við þann möguleika að Armenía og Norður-Makedónía geri jafntefli, og hvað þá að Þýskaland vinni Armeníu. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Guðjohnsen töfrar kláruðu fjögurra marka og þriggja stiga kvöld: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann loksins heimaleik í undankeppni HM í Katar og er komið með átta stig í riðlinum eftir öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. október 2021 22:00 Twitter um sigur Íslands: „Kynslóðaskipti (staðfest) Vel gert drengir“ Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fór fram á Twitter á meðan leik stóð. 11. október 2021 21:07 Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Sjá meira
Í flestum öðrum riðlum myndi það að vera með 8 stig eftir 8 umferðir af 10 einfaldlega þýða að Ísland væri úr leik í baráttunni um HM-sæti. Svo er ekki í hinum jafna J-riðli þar sem staðan er núna þessi: Staðan í riðli Íslands þegar tvær umferðir eru eftir. Þýskaland hefur tryggt sér efsta sætið og þar með sæti á HM en 2. sætið gefur þátttökurétt í umspili. Þýskaland er búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á HM. Liðið sem nær 2. sæti kemst í umspil. Til að Ísland eigi möguleika á að komast á HM þarf eftirfarandi að gerast í síðustu tveimur umferðunum, 11. og 14. nóvember: Ísland þarf að vinna báða sína leiki, gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu á útivöllum. Armenía og Norður-Makedónía þurfa að gera jafntefli í sínum leik 11. nóvember. Þýskaland þarf að vinna Armeníu á útivelli 14. nóvember. Liechtenstein þarf að vinna Rúmeníu á heimavelli 14. nóvember. Til marks um það hversu raunhæft það er að þetta gangi eftir þá metur íþróttatölfræðiveitan Gracenote möguleika Íslands á að ná 2. sæti nær 0% en 1%. Ekkert er þó útilokað í heimi íþróttanna. Einu sigrar Íslands komið gegn Liechtenstein Einu sigrar Íslands til þessa hafa komið gegn botnliði Liechtenstein. Til þess að Ísland eigi möguleika á að komast á HM þarf liðið meðal annars á hjálp frá Liechtenstein að halda og miðað við spilamennsku Liechtenstein í gær, í 4-0 tapinu gegn Íslandi, er það sennilega það langsóttasta við möguleika Íslands, ásamt því að Ísland taki upp á því að vinna tvo snúna útileiki. Hafa ber þó í huga að í lið Liechtenstein vantaði lykilmenn í gær og að liðið afrekaði að ná 1-1 jafntefli við Armeníu á útivelli í síðasta mánuði. Svo er reyndar hugsanlegt (en mjög langsótt) að Íslandi dygði að Liechtenstein næði jafntefli við Rúmeníu, ef að Ísland ynni til dæmis þriggja marka sigur gegn liði Rúmena á útivelli. Að sama skapi gæti Ísland mögulega endurheimt sterka leikmenn á borð við Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og fleiri fyrir leikina í nóvember, auk þess sem ungir og nýir leikmenn í hópnum hafa nú fengið tækifæri til að venjast lífinu í A-landsliðstreyjunni. Ekkert er fjarlægt við þann möguleika að Armenía og Norður-Makedónía geri jafntefli, og hvað þá að Þýskaland vinni Armeníu.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Guðjohnsen töfrar kláruðu fjögurra marka og þriggja stiga kvöld: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann loksins heimaleik í undankeppni HM í Katar og er komið með átta stig í riðlinum eftir öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. október 2021 22:00 Twitter um sigur Íslands: „Kynslóðaskipti (staðfest) Vel gert drengir“ Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fór fram á Twitter á meðan leik stóð. 11. október 2021 21:07 Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Sjá meira
Guðjohnsen töfrar kláruðu fjögurra marka og þriggja stiga kvöld: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann loksins heimaleik í undankeppni HM í Katar og er komið með átta stig í riðlinum eftir öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. október 2021 22:00
Twitter um sigur Íslands: „Kynslóðaskipti (staðfest) Vel gert drengir“ Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fór fram á Twitter á meðan leik stóð. 11. október 2021 21:07
Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti