Angelo Fulgini kom gestunum í Angers í 1-0 forystu rétt tæpum tíu mínútum fyrir hálfleik, og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja.
Danilo Pereira jafnaði metin fyrir PSG þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka eftir stoðsendingu frá Kylian Mbappé.
Parísarliðið fékk svo vítaspyrnu þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka þegar að boltinn virtist fara í hönd Pierrick Capelle. Kylian Mbappé fór á punktinn og tryggði PSG 2-1 sigur.
Eftir sigurinn er PSG enn langefst í frönsku deildinni með 27 stig eftir tíu leiki, níu stigum á undan næsta liði. Angers situr í fjórða sæti með 16 stig.